Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 100

Andvari - 01.10.1965, Síða 100
190 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVARI Kanada að £á menn til liðs við málstað Ira, og síðan sigldi hann til írlands sem fréttamaður stórblaðsins The Irish World (1881). Henry George átti elcki lengi samleið með írskri sjálfstæðishreyfingu, því að þeir, sem lögðu áherzlu á stjómarfars- legt sjálfstæði, — heimastjómarmenn, urðu allsráðandi. En honum hafði gefizt tækifæri að boða kenningar sínar sjálfur austan hafs, og leiðin lá opin að brezk- um stjórnmálum. Einbeitti hann sér síðan að Englandi og Skotlandi, kynnt- ist verkalýðsforingjum og öðrum félags- málafrömuðum, flutti ræður og fyrir- lestra. Andstæðingar hans minntu hann óspart á að fátt væri rétt í kenningum hans, og það rétta væri margtuggið, úrelt og úr sér gengið, en nýjar hugmyndir algjör heilaspuni. Vitaskuld kom margt kunnuglega fyrir. Skotarnir Thomas Spence og Patric E. Dove höfðu rökstutt kröfuna um „einfaldan skatt" og John Stuart Mill stofnað félag árið 1870, er berjast skyldi fyrir umbótum í jarðnæðis- málum (Land Tenure Refomi Associa- tion). Þessar staðreyndir urðu þó aðeins til að auðvelda George og kenningum hans aðgang að brezku þjóðlífi. Jarðvegurinn var þegar plægður, og skýr framsetning í Framfarir og fátækt auðskilin ýmsum þeim, er áður höfðu lítið þótzt skilja í fræðilegum bollaleggingum í efnahags- og stjórnmálum. Af þessum sökum stóð Frjálslyndi flokkurinn í mikilli þakkar- skuld við Henry George. Þegar til lengdar lét höfðu þó áhrif frá honum á brezka verkalýðshreyfingu meira gildi. Ekki var fyrir það að synja, að verka- menn höfðu lítið borið úr býtum, þrátt fyrir margvíslegar réttarbætur. Verka- lýðshreyfing sem skipulagsbundið pólitískt afl var enn í mótun. Þótt Karl Marx dveldist langdvölum í Englandi, áttu verkamenn 1 landi líberalismans erfitt með að ná tökum á kenningum hans. Henry George snerist öndverður gegn marxisma, og hin einfalda lausn hans á vandamálunum féll í góðan jarð- veg meðal verkamanna. Leitun var á þeim upprennandi verkalýðsforingja í Bretlandi um síðustu aldamót, sem hafði ekki gengið í skóla hjá Henry George. Þessi áhrif voru skjót, og e. t. v. má segja, að þau væru skammvinn. Hitt verður þó ekki vefengt, að hann átti drjúgan þátt í að móta hugmyndafræði áhrifamikils stjórnmálafélags, sem enn starfar. Þetta var FabíanfélagiS (Fabian Society), form- lega stofnað árið 1884. Fabían~sósíalistar höfnuðu kenningu Marx um stéttabar- áttu, en töldu, að þjóðfélagsátökin færu fram milli alls þorra þegnanna og hinna fáu útvöldu, sem lifðu á „óverðskulduð- um hagnaði" vegna einokunar á jarð- eignum og framleiðslufé. Hagnaður þessi skyldi renna til samfélagsins með skattheimtu, ríkis- og bæjarrekstri. Bylt- ingarkenningu Marx létu þeir lönd og leið, en trúðu á hægfara þróun, sem kæmi til af aukinni þekkingu og þroska almennings. Fyrstu oddvitar félagsins voru hjónin Beatrice og Sidney Webb, svo og G. B. Shaw. Félagið hefur haft mikið gildi fyrir verkalýðshreyfingu í Stóra-Bretlandi og flokk hennar Verka- mannaflokkinn allt til þessa dags. Þótt Henry George hyrfi af sjónarsvið- inu, fylgdust lærisveinar hans í Bandaríkj- unum allvel með framgangi kenninganna í Stóra-Bretlandi. Árið 1908 samþykkti neðri málstofa brezka þingsins frumvarp að lögum um skatt á jarðnæði, einkum óræktuðu, og endurmat á verðgildi allra jarðeigna, en lávarðadeildin kom í veg fyrir gildistöku þeirra. Með öðru var þetta upphafið að átökum þeim, er Frjáls- lyndi flokkurinn undir forystu D. L. George átti í við lávarðana (1909—1911).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.