Andvari - 01.01.1932, Page 9
Andvari
Sigurður Stefánsson prestur í Ogurþingum.
5
vefrartíma. Var það Sigvaldi Jónsson Skagfirðingur,
aldavin Sigurðar eldra. Sigvaldi var siðvandur maður
og guðhræddur, og þó gleðimaður, hinn bezti leiðtogi
æskumanna.
Þegar Sigurður var 15 vetra, þótti sýnt, að hann var
mjög hneigður til bóknáms. Tók faðir hans þá að hugsa
til þess að setja hann til mennta. Varð þó ekki af því
þá strax, mest vegna þess að Sigurður var þá sjálfur
ekki ráðinn til þess. Dróst þetta því, þar til er hann
var 18 vetra, en þá var þetta ráðið af honum sjálfum
og föður hans, og með fram fyrir áeggjan tveggja vina
þeirra feðga. Voru það þeir Pétur Sigurðsson bóndi á
Sjávarborg og Skúli Bergþórsson bóndi á Meyjarlandi,
báðir meðal gildustu bænda í Skagafirði.
Sigurður fór þá til náms að Reynistað haustið 1872.
Þar bjó þá Eggert sýslumaður Briem. Halldór sonur hans
var þá orðinn stúdent. Hann kenndi Sigurði undir skóla.
Sigurður kom í skóla árið 1873, 19 vetra að aldri.
Tók hann inntökupróf í 1. bekk og gekk það að óskum.
Þegar hann kom til Reykjavíkur, réðst hann til vistar
hjá Geir útvegsmanni Zoega, að tilvísun föður síns. Var
hann heimamaður Geirs öll skólaárin. Taldi hann það
með meiri höppum á ævi sinni að hafa þegar fyrir hitt
svo ágætan mann. Tókst með þeim Sigurði alúðarvin-
átta, er hélzt til dauðadags.
Sigurður lauk námi í lærðaskólanum 1879. Hafði
honum veitt námið heldur Iétt og var jafnan í fremstu
röð nemanda í sínum bekk. Var hann og þroskaðri en
flestir bekkjarbræður hans.
Heldur var fjárhagur hans þröngur alla skólatíð hans,
en öruggan styrk átti hann jafnan, þar sem var vinur
hans Geir Zoega.
Að loknu námi í lærðaskólanum fýstist hann mjög til