Andvari - 01.01.1932, Síða 10
6
Sigurður Stefánsson prestur í Ögurþingum.
Andvari
utanfarar til háskólanáms. En fjárhagur föður hans vár
þá ekki svo styrkur, að þetta mætti verða. Var Stefán,
bróðir Sigurðar, þá kominn í skóla, og var það ærinn
kostnaður einum bónda að kosta þá báða, þótt innan-
lands væri, en það munaði miklu, að Sigurður vann
föður sínum jafnan á sumrum. Réð þá Sigurður það af
að fara á prestaskólann. Hafði hann og verið ráðinn í
því að leggja stund á guðfræðinám, þótt hann hefði
utan farið.
Árið 1881 tók Sigurður embættispróf í guðfræði með
góðri 1. einkunn. Fyrir ræðugjörð fékk hann »ágætlega«.
Var það nær einsdæmi þá. Síra Helgi Hálfdánarson var
þá kennari prestaskólans. Hann sagði Sigurði, að þetta
>præ« ætti hann Pétri biskupi að þakka: >Eg kann
ekki að gefa »præ« fyrir ræður«, sagði hann. »Hitt veit
eg, að þetta verður fyrsta, en ekki síðasta góða ræða*
hjá yður, Sigurður minn, ef guð gefur yður líf og heilsu*.
Þótti Sigurði mikils verð þessi spá kennara síns, þvi að
hann bar hina dýpstu virðing fyrir síra Helga, jafnt
sem mannkostamanni og fræðimanni.
Sigurður var kosinn prestur í Ögurþingum löglegri
kosningu 7. september 1881. Tók hann vígslu af Pétri
biskupi og fór þegar vestur til kalls síns.
Fyrsti bær, er Sigurður kom á í prestakalli sínu, var
Vigur. Var hann þá á leið frá ísafirði til Vatnsfjarðar
á und héraðsprófastsins. Fannst Sigurði svo mikið til um
fegurð eyjarinnar, að honum varð ósjálfrátt að mæla
þetta fyrir sjálfum sér: »Hér mundi eg búa vilja*. Kom
honum þá eigi til hugar, að svo mundi verða. Var og
annað líklegra, en að hann mundi setja bú á einu hinna
stærstu óðalsbýla héraðsins. Var hann gersamlega fé-
laus, og skuldugur frá skólaárunum. Skuld sú var rúm-