Andvari - 01.01.1932, Page 11
Andvari Sigurður Slefánsson prestur í Ögurþingum. 7
ar 1000 krónur, 03 þótti það allmikil fjárhæð þá. En
greitt hafði hann hana að fullu eftir þrjú ár.
Lénsjörð prestsins var lítilfjörlegt kot, Hestur í Hest-
firði, 8 hundr. að dyrleika 03 þá í ábúð. Réðst Sig-
urður til vistar hjá Guðmundi Bárðarsyni óðalsbónda á
Eyri í Seyðisfirði. Guðmundur var merkismaður, bú-
sýslumaður mikill 03 talinn auðugur að fé.
Sigurður var þrjú ár með Guðmundi Bárðarsyni á
Eyri. En þá bar svo til, að eigendur eyjarinnar Vigur
gerðu hana fala til ábúðar. Náði þá Sigurður lífstíðar-
ábúð á Vigur með ráði Guðmundar.
Þetta sama vor, árið 1884, kvongaðist Sigurður Þór-
unni Bjarnadóttur dannebrogsmanns, Brynjólfssonar frá
Kjaransstöðum á Akranesi. Reistu þau bú í Vigur þetta
vor, og hafði þá rætzt'ósk Sigurðar, sú er hann mælti
fram, fyrsta sinn er hann sá Vigur.
Um miðbik 19. aldar bjó í Vigur stórauðugur maður,
Kristján Guðmundsson. Hafði hann húsað jörðina við
sitt hæfi, og margt fleira hafði hann gert henni til
þrifnaðar.
Eftir hann bjó þar Sigmundur Erlingsson. Átti hann
hálfa jörðina, en hálfa átti stjúpdóttir hans, Marta Krist-
jánsdóttir, þess er fyr var getið. Sigmundur var enginn
búsýslumaður, og gekk fé hans brátt til þurðar. Komst
þá jörðin í niðurníðslu. Stóð svo, er Sigurður tók
við henni.
Nær ekkert áttu þau Sigurður og Þórunn kona hans
til bús að leggja. Varð allt að kaupa í skuld: Búpen-
ing, húsmuni og búsáhöld. Byrjuðu þau búskap með 4
kýr og 40 ær. En búið óx skjótt, og hafði Sigurður
lengstum 200 fjár og 6—8 nautgripi. Þótti það hæfilegt
bú í Vigur. Útræði var gott í Vigur á þeim árum. Kom
Sigurður sér brátt upp allmiklum útveg og hélt út þar