Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 12
8 Sigurður Stefánsson prestur í Ögurþingum. A»dv»ri
frá eyjunni, en tveim sexæringum hélt hann út frá Bol-
ungarvík, er var frá fornu mesta verstöð við Djúp.
Á öðru búskaparári sínu í Vigur tók Sigurður að rétta
við hús jarðarinnar. Reisti hann þau öll frá grunni á
fáum árum, bæði bæjarhús og peningshús. Bætti hann
jörðina stórlega að öðru leyti: sléttaði túnið og færði
út um fullan þriðjung, gerði matjurtagarða og hlúði að
æðarvarpinu. Var dúntekjan 80 pund, er hann setti bú
í Vigur, en árið 1916 voru þar 160 pund æðardúns.
Fyrstu hundruðin í Vigur keypti Sigurður árið 1889.
Voru það 8 hundruð, en öll var jörðin 24 hundruð að
fornu mati. Við erfingjaskipti komst jörðin í margra
manna eigu, og keypti Sigurður hana smám saman,
nokkur hundruð í senn, eftir því sem þau urðu föl.
Síðustu hundruðin keypti hann árið 1909. Hafði hann
þá eignast alla eyna fyrir 19300 krónur, en stórmikið
fé annað hafði hann lagt til umbóta henni.
Búskapur Sigurðar var með hinum mesta myndar-
skap og þrifnaði. Hafði hann mannmargt á heimili, að
jafnaði 5—6 karla og 6—7 griðkonur auk ungmenna
og skuldaliðs. Var hann hinn mesti búhöldur, árrisull
og eftirlitssamur, svo sem verið hafði faðir hans. Hann
gekk jafnan um sýslur manna, bæði þeirra, er sjó sóitu,
og þeirra, er unnu á landi, hafði á öllu reglu og góð
skil og lét ekkert skorta, er til handargagns þurfti. Varð
Vigur brátt eins konar forðabúr sveitarinnar. Skorti þar
hvorki hey né mat, þótt seint voraði. Var þar athvarf
sveitarmanna, er í þröng komust.
Vigur liggur í ísafjarðardjúpi nær miðju, miðað við
lengd þess mikla fjarðar, en nær miklu vesturströnd.
Hún er kostajörð og hinn fegursti staður. Suðvestur-
hluti eyjarinnar er jafnlendi, en um miðju norðurhlutans
er hálent mjög, en þó nær hvergi sæbratt; er þar