Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 13
Andvari
Sigurður Stefánsson prestur í Ogurþingum.
9
svo kölluð »borg«, vallgróin ofan og jafnlend. Suðvestur
af eyjunni ganga tveir tangar, eins og framréttir armar
sinn frá hvorum jaðri eyjarinnar. Liggur milli þeirra
lygn og djúp vík. Er þar fullkomið skjól fyrir sjógangi
og hinni svalari átt, svo að víkin er oft spegilslétt eins
og griðastaður, þótt sjór sé úfinn. Fyrir víkinni standa
húsin í hvirfingu undir lágu halli, og því einnig í skjóli.
Víðsýni er mikið frá Vigur. í vestur og suður Ijúkast upp
fjórir firðir, en til norðvesturs koma fram hlíðamúlarnir,
er teygja sig hver fram fyrir annan, eins og þeir væru
að gæta fram á Djúpið — í æ því dýpra bláma, sem
fjær dregur. Sólarlag er tilkomumikið í Djúpmynninu.
Sá, sem situr í Vigur á eign sinni, hlýtur að finna,
að hann er í sínu eiginríki og sjálfum sér nógur. Þó
verður enginn þar einangrunar var, því að Djúpið er
eins konar þjóðbraut. Er þar mikil sigling út og inn, en
auk þess sést þaðan öll sigling af hafi til ísafjarðar og
verstöðva þar í nánd. Gestkvæmt er þar mjög, og fara
oftast margir saman. Á síðari búskaparárum Sigurðar í
Vigur, sóttu menn mjög þangað kynni, bæði úr nágrenni
og lengra að af landinu, sátu þar einn dag eða tvo
eða viku, eftir því hve langt þeir voru að komnir. Var
þar þá oft gleði mikil og veizla að fornum sið.
Búskapur og sveitarríki Sigurðar minnti á hölda fyrri
tíma, að því fráskildu, að þar dróst ekki fé í bú af
landskyldum eða þegnkvöðum. Var allt heimafengið af
landi eða sjó.
Sigurður bjó í Vigur í 35 ár, frá 1884 til 19 J 9. Þá
fekk hann jörðina í hendur Bjarna syni sínum. Átti
hann hana þá skuldlausa, að undanskildri 5000 kr. veð-
deildarskuld. í öðru fé átti hann ekki minna en jörðin
var verð, en hún hafði verið virt á 52200 kr. í hinu
fyrsta fasteignamati árið 1916. Skuldir voru engar.