Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 15
Andvari
Sigurður Stefánsson prestur í Ögurþingum.
11
minna að héraðsmálum 09 sveitamálum en síðar varð
og hafði ekki búsannir neinar. Sagði hann sjálfur, að
stjórnmálaritgerðir Jóns Sigurðssonar í Nýjum félags-
ritum og Andvara hefðu haft mikil áhrif á skoðanir
sínar á stjórnardeilu Dana og íslendinga. Staðfestist
hjá honum sú skoðun, að ekki væri unanda við þá
stjórnartilhögun, sem mörkuð var með stjórnarskránni
1874. Var hann þá þegar ráðinn í því að gerast þing-
maður, er hann hefði aldur til og þess væri kostur.
Árið eftir að Sigurður varð kjörgengur, samþykkti al-
þingi frumvarp Benedikts Sveinssonar til endurskoðunar
á stjórnarskránni. Var þá þing rofið og efnt til nýrra
kosninga. Jafnframt kom út auglýsing Estrupstjórnar-
innar í Danmörku, og var þar fyrir fram þverlega neit-
að um samþykki á hinni endurskoðuðu stjórnarskrá.
Reis af þessu mikil andúðaralda á Islandi gegn
stjórninni.
Isafjarðarsýslur báðar og ísafjörður voru þá eitt kjör-
dæmi. Bauð Sigurður sig fram í því kjördæmi og var
kosinn þingmaður þess, ásamt Gunnari bónda Hall-
dórssyni í Skálavík. Var aukaþingið 1886 fyrsta þingið,
er hann sat. Var hann þingmaður þess kjördæmis til
aldamótanna, en náði ekki kosningu 1901. En við kosn-
ingar til aukaþingsins 1902 náði hann aftur kosningu.
Var það síðasta árið, sem báðar ísafjarðarsýslur voru
eitt kjördæmi. Árið 1903 bauð hann sig fram í Vestur-
Isafjarðarsýslu, en náði ekki kosningu. Hafði hann eftir-
látið Skúla Thóroddsen norðursýsluna, en þar hafði
hann miklu traustara fylgi.
Með stjórnarskránni 1903 urðu kaupstaðirnir þrír,
Isafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður, sérstök kjördæmi.
Við kosningarnar 1905 bauð Sigurður sig fram í ísa-
fjarðarkaupstað og var kosinn. Varð hann fyrstur þing-