Andvari - 01.01.1932, Síða 18
14
Sigurður Stefánsson prestur i Ogurþingum.
væri létt ánauð og ofríki Dana, ef við tæki innlent ein-
ræði og ófrelsi. Eu hitt var honum ekki síður ljóst, að
stjórnskipulegt sjálfstæði er ófullnægjandi og ekki til
frambúðar, nema því fylgi fjárhagslegt sjálfstæði. Lagði
hann því frá öndverðu hina mestu áherzlu á það, að
fjárhagur landsins væri í góðu lagi, og krafðist þess
skilyrðislaust, að alþingi gætti þess í allri löggjöf og
tryggði það með afgreiðslu fjárlaganna hvert sinn.
Um þetta voru þingmenn vel samhentir, þar til er
stjórnin varð innlend, og raunar hafði þingið allgóða
skipun á þessu, allt til þess er Norðurálfuófriðurinn
brauzt út. Þá var þó tekið að fjölga á þingi þeim
mönnum, er lítil skil kunnu á fjármálum, og tekið mjög
að skerast í odda milli þeirra sumra og Sigurðar. Sá
hann brátt, að til mikils háska horfði í þessum efnum
og að nauðsyn bar til að þeir þingmenn, sem skilning
höfðu á fjárhagsmálunum næðu að bindast einhverjum
samtökum. Allt þetta leiddi til þess, að nú skildi leiðir
Sigurðar og ýmsra þeirra, sem verið höfðu samherjar
hans í sjálfstæðismálunum. Taldi hann, að þeir margir
hefðu horft sig blinda á stjórnskipulegt sjálfstæði og
gættu þess ekki, að þeir með ógætni sinni í fjármálum
væru orðnir sjálfstæði landsins hættulegir. Sigurður varð
einn af stofnöndum sparnaðarbandalagsins. Ox banda-
laginu brátt fylgi í þinginu, en þó var það þar lítils ráð-
andi, þar til er það sigraði við alþingiskosningarnar
1923.
Það lætur að líkum, að Sigurður hefir átt mjög mik-
inn þátt í löggjöf landsins. Átti hann jafnan sæti í hin-
um stærri nefndum og talinn ætíð einhver mesti starfs-
maður þeirrar deildar, er hann átti sæti í. Ekki bar
hann fram geysimörg mál sjálfur. Lagði hann höfuð-
áherzlu á það, að vandað væri til löggjafarinnar, svo að