Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1932, Page 19

Andvari - 01.01.1932, Page 19
Andvari Siguröur Stefánsson prestur i Ogurþingum. 15 það mætti lengi standa, sem reist var. En þeim málum, er hann flutti, fylgdi hann af allmiklu kappi. Mátti hann af því fylgja tillögum sínum djarflega, að hann flutti það eitt, er hann stóð heill að og hafði gerhugsað. Það taldi Sigurður, að fjárhagskröggur væru eitt hið mesta mein hverjum þingmanni, gerði þá ósjálfstæða í atkvæðagreiðslum og aðstöðu til mála, landinu til tjóns og þeim til vansa. Hafði hann jafnan hina mestu raun af bitlingasníkjum þingmanna. Sjálfur var hann fjárhags- lega sjálfstæður og taldi sér það hið mesta lán. Reyndi hann aldrei að nota aðstöðu sína sem þingmaður til fjár- öflunar, og mun þar að sönnu mest hafa ráðið óbeit hans á slíkum hlutum. Ekki var hann virðingagjarn og má þar til marks hafa, að kost mun hann hafa átt á því árið 1911 að taka við stjórn landsins, en neitað þver- lega. Var neitun hans víst ekki þann veg meint, að hann vildi ekki vinna fósturjörð sinni hvað það, er hann vissi að gagni verða, heldur mun hann hafa efast um samheldni flokksins, er þá var mjög sundurleitur. Voru og sumir liðsmennirnir ekki líklegir til góðrar samvinnu við hann í fjárhagsmálunum. Af öllu þessu þótti honum vænlegra til virðingar að sitja að búi sínu í Vigur og 9æta kalls síns. Ekki var Sigurði tamt að taka til máls á þingi. Varð hann að gera það oftar en hann vildi, er hann varð að hafa orð fyrir flokki sínum eða þeim nefndum, er hann starfaði í. En alveg leiddi hann hjá sér umræður um smámál, er engra skýringa þurftu, og hafði raun af teim, er sítalandi voru, án þess að málin skýrðust við það í nokkrum atriðum. En þó var honum mjög létt um mál og einn hinn mesti ræðuskörungur þingsins, hæði mælskur og rökfimur, og hinn mesti kappsmaður, begar honum þóttu mál þess verð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.