Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1932, Side 20

Andvari - 01.01.1932, Side 20
16 SigurÖur Stefánsson prestur í Ögurþingum. Andvari Eins og fyrr var sagt, var Sigurður kosinn prestur í Ögurþingum árið 1881 og fekk veitingu fyrir kallinu 7. september sama ár. Heldur þótti það tvísýnt til frama ungum manni, Ifé- lausum og án frændastyrks, að ráðast þangað vestur. Voru hinir stærri bændur taldir ráðríkir og held- ur ótillátssamir við þá, er minna áttu traust undir sjálf- um sér. Prestakallið var tekjurýrt og mjög erfitt; hafði þar eigi verið prestur hin síðari ár, heldur þjónað af nágrannaklerkum. Ekki lét Sigurður sér þetta í augum vaxa. Reyndust ísfirðingar honum og hinir mestu drengir, og sagði hann, að orðrómur um heimaríki hinna stærri bænda og meinbægni við klerka mundi hafa verið ómur frá löngu liðnum tíma. En satt var það þó, að í Ögurþing- um voru þá stórbændur ekki allfáir, er varla litu upp til miðlungsmanna. Ögurprestakall tekur yfir tvo hreppa, Súðavíkurhrepp og Ögurhrepp. Það er strandlengja kringum fjóra firði, 14—15 mílur danskar á lengd. Vegir eru afartorsóttir á landi, og prestakallið því mjög erfitt. Sigurður prestur tók á starfi sínu með mestu kost- gæfni. Þóttu sóknarmönnum mikil umskipti, er þeir höfðu verið prestlausir um nokkurn tíma, en fengu nú ungan hirði og hinn snjallasta klerk. Bar margt til þess, að Sigurður náði þegar mikilli virðingu í kalli sínu; Hann bar ljós í dimmt hús að því leyti, að prestþjón- usta lítil hafði verið í prestakallinu næstu ár á undan; hann var ungur og mjög skyldurækinn, snjall predikari og alvörugefinn trúmaður. Hann var nærgætinn í einka- málum og hlaut af því vináttu hinna smærri, en þeir sem á fleira litu, þóttust einnig skilja það, að hann hefði þar fótfestu, er hann steig fram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.