Andvari - 01.01.1932, Side 22
18 Sigurður Slefánsson presfur í Ögurþingum. Andvari
ingar, og lenti þá enn í deilum við flytjendur þeirra
stefna. Þótti jafnan mikið að kveða, er Sigurður prest-
ur tók til sóknar eða varnar í máli. Fylgdi og heill
hugur máli, ekki sízt er um trúmál var að ræða, en þó
voru greinir hans lausar við ofstopa og áreitni. Vildi
hann víst ekki flekka það málefni með slíku.
Þegar Sigurður hafði verið prestur í 8 ár, Iosnaði
Reykjavíkurprestakall, er Hallgrímur Sveinsson dóm-
kirkjuprestur varð biskup. Sigurður prestur var þá á
þingi og var þá hvattur til þess af vinum sinum í
Reykjavík að sækja um þetta embætti. Lét hann til leið-
ast, og var hann á lista settur ásamt tveim öðrum
klerkum. Kosning þessi var sótt af miklu kappi, og var
Sigurður kosinn lögmætri kosningu með allmiklum
meira hluta.
Sóknarbörnum Sigurðar vestra þótti mikið fyrir um
þetta. Bar og fleira til þess, að hann undi ekki sigri
sínum svo vel sem líklegt mátti þykja. í Reykjavík urðu
miklir flokkadrættir, meðan á kosningunni stóð, og leiddu
til óvildar. Þótti og Sigurði fylgismenn sínir hafa beitt
meira kappi en vel sómdi, og ekki af fullum drengskap
gagnvart keppinaut hans, síra ísleifi Gíslasyni presti í
Arnarbæli. Af öllu þessu afréð hann að afsala sér kall-
inu, og gerði hann það, áður en hann fór heim af þingi-
Var því fagnað af sóknarbörnum hans vestra, en fylgis-
menn hans syðra sumir þykktust heldur við. En þótt
það væri ekki vel að skapi Sigurðar prests að þurfa
að sjá sig um hönd, sagðist hann þó aldrei hafa iðrazt
þessarar ráðbreytni.
Árið 1922 hafði Sigurður þjónað Ögurþingaprestakalli
í 41 ár. En auk þess hafði hann þjónað Unaðsdals-
kirkjusókn á Snæfjallaströnd í 10 ár (1908—1918). Var
nú heilsa hans tekin að bila, og þóttist hann varla geta