Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 29
Andvari
Athyglin.
25
ttiikil, ;hefir hún öfug áhrif, hún sljófgar. En meiru en
styrkleiki, varan og endurtekning veldur tilbreyting, hvort
sem er breyting á styrkleik, stærð eða stefnu eða öðr-
um eiginleikum. Vér veitum athygli hljóði, sem breytir
hæð eða styrkleik, þótt vér gæfum engan gaum að
hljóði, sem heldist óbreytt. Vér tökum eftir því, er
klukkan stöðvast, þó að vér ekki veittum hengilslögun-
um neina athygli, meðan hún gekk. Sagt er, að mal-
arinn vakni, þegar mylnan stöðvast. Þegar kennari lækkar
róminn, fara börnin að hlusta. Þeir, sem vilja vekja at-
hygli á sér í fjarska, baða út öllum öngum, veifa klútum
eða höttum o. s. frv. Hreyfing er breyting, þess vegna
gefum vér að öðru jöfnu meiri gaum að því, sem hreyf-
ist, heldur en því, sem stendur kyrrt. En allar breytingar
vekja því meiri athygli, því skyndilegar og óvæntar sem
þær koma.
Þessi hin ytri skilyrði athyglinnar, er ég nú hefi nefnt,
eru til allrar hamingju ekki ein um hituna. Væru þau
það, þá mundum vér vera algerlega á bandi áhrifanna
að utan. Hvað kæmi skýrt fram í meðvitund vorri, færi
þá eftir því, hvernig áhrifunum á skynfæri vor væri
háttað. En svo er ekki. Ég hefi sagt, að þetta og þetta
dragi að öðru jöfnu meira að sér athyglina en annað,
en hvort það tekst, er nú jafnframt komið undir hinum
innri skilyrðum athyglinnar. Hið ytra og hið innra berst
oft um völdin, holdið girnist gegn andanum og andinn
gegn holdinu, en stundum er samvinnan góð. Vér skul-
um þá líta á þessi innri skilyrði athyglinnar. Ég skal
»efna þau í röð, eftir því, hve djúpt þau liggja, og byrja
þá á yfirborðinu.
1. Hugmyndir. Ef vér höfum einhvern hlut í huga
°3 hann síðan verður á vegi vorum, tökum vér ósjálf-
rátt betur eftir honum, greinum hann betur frá öðrum