Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 33
Andvari
Athyclm.
29
ians, sem bendir á sjúklegt ástand, þó að öðrum dyljist
það. Hann hefir fengið Ieikni í að líta á menn frá því
sjónarmiði, en sér ef til vill ekki annað, sem öðrum er
í augum uppi. Það er sagt um einn kunnan þýzkan
lækni, að hann var að horfa á Sixtinsku Madonnu, hið
fræga málverk Rafaels, sem allir þekkja. Hann var
spurður, hvernig honum þætti það. Hann festir augun
á barninu (Kristi) og svarar: »Augasteinarnir stórir, er
ormaveikur, þarf að taka inn pillur«. Hann sá ekki
annað merkilegt við myndina, en það, sem honum
virtist benda á sjúkleik. Herforingi einn sagði um
sömu mynd, að honum virtist guðsmóðirin líta út
eins og drukkin bóndastúlka. Hann hefir líklega ekki
séð aðrar konur ganga berfættar og berhöfðaðar en
bóndastúlkur, og sýnzt svipurinn, sem er eins og hún
>é hafin yfir hið jarðneska, benda á, að hún væri
drukkin. Um englana á myndinni sagði ensk stúlka, að
þeir hefðu Iíklega ekki haft neina fóstru (governess).
Þessar sögur geta verið nóg dæmi þess, hvernig æfing
°9 reynsla ræður athygli vorri.
4. Meðfæddar hneigðir. En dýpra en þau atriði, sera
ég nú hefi nefnt, liggur hið meðfædda eðli og hvatir
hvers manns, hvort heldur eru eðlishvatir, sem öllum
mönnum eru sameiginlegar, eða hvatir, sem spretta af
kæfileikum, er beinast í sérstaka átt, eins og t. d. að
emn er sérstaklega næmur fyrir tónum og tónlist, annar
fyrir litum og lögun hlutanna, tónskáldseðlið og málara-
oðlið. Hið upprunalega eðli vort er hér, eins og annar-
staðar, grundvöllurinn, sem reynsla og æfing hleður
°fan á, og ræður því. að hverju athyglin upphaflega
beinist, hvað greiðastan aðgang á að meðvitund vorri.
En að greina sundur, að hve miklu leyti athyglin
sprettur af hinu upphaflega eðli, og hvað er árangur