Andvari - 01.01.1932, Page 34
30
Athyglin.
Andvari
starfs og reynsiu einstaklingsins, er í fæstum tilfellum
hægt.
Eg hefi þá stuttlega drepið á helztu skilyrði athygl-
innar, skilyrðin fyrir því, að eilthvað fái ósjálfrátt að-
gang að meðvitund vorri og komi þar skýrt fram. Allir
vita, að athyglin getur beinzt ósjálfrátt að hugmyndum,
ekki síður en út á við, að því sem vér skynjum. Menn
geta verið svo niðursokknir í að athuga endurminningar,
eða ímyndanir, að þeir gefi engan gaum að því, sem
fram fer í kringum þá. Ein hugmyndin rekur aðra og
hver stendur lifandi fyrir hugskotssjónum. Þá athygli,
sem á rót sína í ytri skilyrðum, getum vér kallað ósjáli-
ráða athygli, en sjálfkvæma athygli, þá sem á rót sína
í innri skilyrðum. Athyglin getur líka verið sjálfráð, og
vér skulum nú líta á, í hverju hún er fólgin. Sjálfráð
athygli er það, þegar vér snúum huganum vísvitandi
að einhverju efni, ekki vegna þess að það dragi at-
hyglina ósjálfrátt eða sjálfkvæmt að sér, heldur af því
að vér þurfum þess og viljum athuga það, vegna ein-
hvers annars. Slíkri athygli fylgir einkennileg áreynslu-
tilfinning, sem allir munu þekkja af eigin reynd. Vér
höfum hana, þegar vér reynum að greina áhrif, sem eru
svo veik, að vér rétt að eins getum greint þau; veik
hljóð, óljós sýnileg fyrirbrigði, veik áhrif á húðina o. s. frv.
eða greina skynjan, sem er ofin f aðrar skynjanir, sem
henni eru líkar: vér höfum hana, þegar vér reynum að
standa á móti freistingum annara áhrifa, sem ósjálfrátt
laða til sín athyglina, t. d. þegar skólabarnið reynir að
hlusta á það, sem kennarinn segir, þó að það heyri
hlátur og skautahljóð fyrir utan gluggann á kennslu-
stofunni, eða þegar maður er að lesa leiðinlega bók og
heyrir uppáhaldslagið sitt leikið í næstu stofu. Vér höf-
um hana, þegar vér erum að reyna að skýra fyrir oss