Andvari - 01.01.1932, Side 43
Andvari
Athyglin-
39
minni sem hann er, því sterkari hefir athyglin verið.
Styrkur athyglinnar er þá = 1 deildur með þessum
mismun viðbragstímanna.
Vér höfum nú athugað, í hverju athyglin er fólgin
og hver eru skilyrði hennar. Vér höfum séð, að hún
getur verið ósjálfráð, sjálfkvæm eða sjálfráð, að hún
getur snúízt út á við, að skynjunum —, eða inn á við,
að hugmyndum, að varan hennar, umtak og styrkur
getur verið mismunandi. Hvert þessara atriða fyrir sig
getur nú verið á mismunandi stigi hjá ýmsum mönn-
um, athyglishæfileiki manna mismunandi. Meumann t. d.
telur upp þessi tilbrigði athyglinnar: Hún getur verið
þröng eða víð, umtakið meira eða minna, styrkurinn
mikill eða lítill; hún getur verið einbeitt eða hvarflandi,
viðkvæm eða óviðkvæm fyrir truflunum; jöfn eða ójöfn,
haldizt lengur eða skemur á sama stigi. Hún getur
verið þolin, þ. e. haldizt tiltölulega lengi við sama hlut,
eða óþolin, uppgefizt fljótt. Hún getur verið fljót eða
sein að beinast að hlutunum og laga sig eftir þeim.
Þá getur og verið munur á því, hvort ein ákvörðun
nægir Iengi, eða allt af þarf nýjan og nýjan spora á at-
hyglina —.
Ef vér nú lítum á það, hvernig athyglin þróast, og
muninn á börnum og fullorðnum, þá vita allir, sem veitt
hafa börnum eftirtekt, að athygli þeirra er í fyrstu al-
gerlega ósjálfráð og háð ytri skilyrðum. Ungbarnið virð-
ist hungra eftir nýjum og nýjum skynjunum og styrk-
leikur áhrifanna eða einhver eðlishvöt ræður því í hvert
skiptið, að hverju hugurinn beinist: sterk hljóð, bjartir
litir, skýrar andstæður, hlutir á hreyfingu, o. s. frv.
Barnið virðist þannig í fyrstu á valdi áhrifanna að utan.
Það dregst að þeim og teygar þau í sig. En umtak at-
hyglinnar er lítið. Barnið er niðursokkið í að athuga