Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1932, Side 44

Andvari - 01.01.1932, Side 44
40 Athyglin. Andvari ettt í senn. Komi ný áhrif, dregst athyglin að þeim, og hið fyrra er gleymt samstundis. Hugmyndir barnsins eru framan af svo fáar, að áhrifin að utan fá litla stoð í þeim. En eins og ég tók áður fram, er því að eins hægt að halda athyglinni lengi við sama hlut, að maður skoði hann frá nýjum og nýjum hliðum, en til þess þarf hugmyndaauð. Því meir sem reynsla barnsins og hug- myndaauður vex, með öðrum orðum, því meir sem innri skilyrðin þróast, því minna verður athyglin á valdi ytri skilyrðanna. Hæfileikinn til að beina athyglinni vísvit- andi að ákveðnu efni þroskast smám saman með aldr- inum. Því yngri sem börnin eru, því meira verður að byggja á hinni ósjálfráðu og sjálfkvæmu athygli, og hún getur verið sterk hjá börnunum, eins og sjá má af leik- um þeirra og hvernig þau hlusta á það, sem þeim þykir gaman að. — Athygli barna stefnir, eins og kunnugt er, meira út á við, að því sem skynjanlegt er, heldur en inn á við, að því sem ekki verður skynjað. Allt, sem hægt er að gera þeim sýnilegt, heldur athyglinni miklu betur fanginni en orðin ein. James segir góða sögu: Kennslukona ein var hrifin af því, að eitt barnið fylgdi orðum hennar með hinni mestu athygli, en þegar kennslustundin var búin, sagði krakkinn við hana: >Eg horfði allt af á yður, og efri skolturinn á yður hreyfðist aldrei neitt*. Hann hafði verið að taka eftir þessu, en ekki því, sem hún sagði. Börn eru lengur en fullorðnir að laga athyglina eftir nýjum viðfangsefnum, segir Meumann. Þá er og munur á börnum og fullorðnum í því, að fullorðnir geta betur haldið athyglinni jafnt við efnið, þegar þeir einu sinni setja sér það, en athygli barnsins hvarflar aftur og aft- ur frá, og þarf nýrrar og nýrrar hvatningar. Auðvitað er á öllum aldri munur á mönnum í þessu efni. Og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.