Andvari - 01.01.1932, Side 47
Andvari
Alhyglin.
43
vegna sambands þeirra við eins eðlileg áhugamál og
lífskjör sjálfra vor og skyldur við þjóðfélagið, og sér-
staklega við það að skapa inngróinn vana, þá verða
þeir að lokum hið eina, sem vér hirðum mikið um á
miðskeiði lífsins. En öll þessi útbreiðsla og styrking
áhugans hefir eingöngu fylgt þeim Iögmálum, er vér
tókum fram (sem sé að hlutirnir verða áhugaefni af
sambandi sínu við upphafleg áhugamál). Ef vér gætum
sem snöggvast rifjað upp alla liðna ævi vora, þá mund-
um vér sjá, að hugsjónir þær, er tengdar eru við stöðu
vora, og áhuginn, sem þær blása oss í brjóst, er engu
öðru að þakka heldur en því, hvernig ein hugmynd hefir
tengzt við aðra, svo að rekja má þráðinn skref fyrir
skref aftur á bak til þeirrar stundar, þegar oss í barna-
stofunni eða skólaherberginu var sögð einhver smásaga,
sýndur einhver smámunur, eða vér vorum vottar að ein-
hverri athöfn, sem færði oss vitneskju um nýtt efni og
glæddi nýjan áhuga á því, með því að tengja það við
eitthvað, sem fyrir var. Áhuginn, sem nú lifir í öllu kerf-
inu, kviknaði við þetta lítilfjörlega atvik, sem nú er oss
ekki meira virði en það, að vér höfum alveg gleymt því.
Svo sem býflugur í býflugnafylkingu hanga í lögum
hver við aðra, unz kemur að þeim fáu, er fest hafa
fætur á greininni, sem fylkingin hangir á, svo er það
með þá hluti, er vér hugsum um, þeir hanga hver við
annan á hugtengslum, en uppspreítan, sem áhuginn á
þeim öllum streymir frá, er hinn meðfæddi áhugi, er
hinn fyrsti þeirra einu sinni naut*. —
Ég tók það áður fram, að athyglin getur ekki haldizt
stundinni Iengur við sama hlut, nema því að eins að
hægt sé að skoða hann frá nýjum og nýjum sjónar-
miðum. Af því sprettur sú krafa að haga kennslunni
þannig, að nýjar og nýjar spurningar vakni, jafnskjótt