Andvari - 01.01.1932, Page 49
Andvari
Alhyglin.
45
miðs, sem maður vill ná, og ekki næst með öðru móti,
svo sem þegar maður lærir eitthvað einungis vegna
þess, að maður vill ná tilteknu prófi, eða til þess að
gera skyldu sína. En sjálfráða, vísvitandi athyglin getur
ekki að eins átt við það að stríða, að efnið sjálft, sem
hún snýst að, sé óljúft, heldur geta þar á ofan utan að
komandi áhrif togað hana til sín.
Tökum þá til dæmis söngvinn mann, sem er að lesa
undir próf bók, sem honum þykir frámunalega erfið og
ieiðinleg, en í herberginu við hliðina á honum hljóma
uppáhaldslögin hans. Takist honum nú að halda athygl-
inni við bókina, með því að beita vilja sínum, þá virðist
það hreinasti galdur, því að annars vegar laða tónarnir
athyglina til sín, hins vegar fælir bókin hana frá sér.
Athyglin virðist þarna beinast í þá áttina, sem mótstaðan
er mest. Hvernig getur það átt sér stað? Til þess að
skilja það, verðum vér að athuga betur. — Ef vér sæj-
um mann ganga upp brekku, og 10 gengi í fang honum
og hrinti honum niður á við, en 12 toguðu í hann að
aftan og reyndu að draga hann niður, þá mundi oss
þykja það galdur, ef hann stæði kyrr eða færðist upp á
við. En væri maðurinn í taug, sem dregin væri með
svo miklu afli uppi á brúninni, að meira en vægi á móti
átaki þeirra 22, þá þættumst vér skilja. Hvaða leyni-
taug er það þá, sem dregur athygli mannsins að leiðin-
legu bókinni. Gerum ráð fyrir, að það sé hugmyndin
um markmiðið, sem hann hefir sett sér, með þeim til-
finningum og hvötum, sem við hana eru tengdar. Hug-
myndin um prófið, sem hann vill ná, væri þá þessi taug.
En nú er það ekki hún, sem er skýrust í meðvitund
mannsins, meðan hann hefir athyglina við bókina og
daufheyrist við söngnum. Því betur sem hann festir at-
hyglina við bókina, því meir hverfur meðvitundin um