Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 59
Andvari
Heyþurkunarvél.
55
beltið með, hægt eða hratt eftir snúningshraðanum. —
Frá veifunum ganga tveir holir stokkar eftir botninum,
annar um tveir þriðjungar af lengd kassans, en hinn um
tvö fet. Út um þá kemur heita loftið, þegar veifunum
er snúið, og fyllist þá allur kassinn af heita loftinu, en
þrýstist þar út, sem mótstaðan er minnst, en það er
upp í gegnum heyið, sem er á grindinni efst í kassan-
um. Ásunum, sem grindin (beltið) gengur á, er ekki
snúið hraðara en svo, að heyið, sem á grindinni liggur,
er 15 mínútur að fara yfir allan kassann og þornar á
þeim tíma. Þegar vélin er notuð, eru veifurnar settar á
hreyfingu og svo grindin, en heyi er fleygt upp á grind-
ina við annan endann; eftir því sem grindin hreyfist,
dregst heyið inn yfir kassann, frá þeim, sem lætur heyið
á, og er þá stöðugt bætt við. Eftir 15 mínútur er það
fyrsta af heyinu komið yfir í hinn enda kassans og fellur
þar þurt út af honum, en grindin er full, af því að allt
af er bætt við. Þykktin á heylaginu er hálft annað fet.
Kassinn er lokaður að ofan, nema 3—4 fet þeim megin,
sem heyið er látið á, og í lokinu eru tæki, sem jafna
heylagið á grindinni, svo að það dreifist jafnþykkt um
hana alla.
Hin gerðin af vélinni er að því leyti eins, að aðferð-
in við þurkunina er sú sama. En vegna þess, að hún
er ætluð til flutnings, er hún á fjórum hjólum, eins og
vagn. Kassinn er úr járni og stálgrind innan í; hún er
minni en hin vélin:
Lengdin er 18 fet 3 þuml.,
breiddin 9 — 10 — og
hæðin 9 —
Eldstóin er úr stáli, fóðruð með eldföstum steinum og
hengd á hlið kassans. Hjólin eru Iítil og um 9 fet á
milli þeirra á breiddina. Hinn mikli og þungi kassi á