Andvari - 01.01.1932, Síða 65
Andvari
Um slysatry22in2ar-
Allt fram á 19. öld höfðu verkamenn ekki aðra skaða-
bótatryggingu gegn slysum en skaðabótakröfu á verk-
veitanda eftir almennum lögum. Sú trygging var þannig,
að verkveitandinn var skaðabótaskyldur fyrir þau slys
ein, er sannað varð, að væru af hans völdum.
Þessi trygging var bæði takmörkuð og ótrygg. I fæst-
um tilfellum gat heitið, að slysið væri af völdum verk-
veitanda, enda líka örðugt að sanna það, og kostaði
oft meira og minna tvísýn málaferli. Það var því brátt
farið að leita umbóta á þessu fyrirkomulagi.
Frumstig slysatrygginga var það, að með sérstökum
lögum var farið að leggja nokkru víðtækari skaðabóta-
skyldu en áður var á herðar verkveitöndum í þeim
vinnugreinum, sera hættulegastar voru lífi og limum
verkamanna.
Fljótt kom að því, að þetta þótti einnig ófullnægjandi
trygging, m. a. af því, að þótt skaðabótaskylda vinnu-
veitanda væri ótvíræð, þá hafði hann oft ekki fjárhags-
legan mátt til að fullnægja henni.
Þegar leið undir lok 19. aldarinnar, þá var enn tekið
upp nýtt form fyrir slysatryggingum, það var í aðal-
atriðum þannig, að verkveitendur í hinum áhættusömustu
atvinnugreinum voru lögskyldaðir til, fyrir ákveðin ið-
SÍöld, að kaupa trygging fyrir ákveðnum slysabótum til
verkamanna sinna, í sameiginlegum eða sérstökum slysa-
fryssingarsjóðum.