Andvari - 01.01.1932, Síða 66
62
Um slysatryggingar.
Andvarv
Þróun slysatrygginganna hefir verið misjöfn í ýmsum
ríkjum; og enn þann dag í dag er slysatryggingin á mis-
jöfnu stigi að ýmsu leyti og með misjöfnu fyrirkomulagi
í hinum einstöku ríkjum. Mismunurinn felst bæði í þvíf
hversu víðtæk tryggingarskyldan er og hversu háar
bæturnar o. fl. Þjóðverjar voru einna fyrstir til aðgerða
í umbótum slysatrygginganna og standa enn á meðaf
þeirra, sem lengst eru komnir í þeim efnum.
Skipulag írygginganna nú á dögum er í aðalatriðum
þannig:
Atvinnureköndum er gert skylt að tryggja verkamenn,.
er þeir hafa í þjónustu sinni, fyrir slysum. Atvinnu-
greinunum er skipt í flokka, eftir því sem vinnan er
talin áhættusöm um slys. Iðgjöld eru svo ákveðin eftir
áhættustiginu og að öðru Ieyti eftir tímalengd o. fl. —
Þegar slys ber að höndum, er veldur:
1. Vinnutjóni um fram tiltekinn tíma,
2. I/aranlegum orkumissi um fram tiltekið lágmark,
3. Líftjóni,
eru greiddar tilteknar slysabætur.
Hæð bótanna er háð því, hversu há iðgjöld eru
ákveðin.
Bætur eru aðallega þrenns konar:
1. Dagpeningar, tiltekin greiðsla fyrir hvern dag, eftir
tiltekinn biðtíma, er slasaður maður er ófær'til vinnu,
vegna afleiðinga slyss eða meiðsla, sem hann hefir
orðið fyrir við þá vinnu, er hann var tryggður við.
2. Örorkubætur, er slasaður maður verður fyrir varan-
iegum orkumissi af afleiðingum slyss. — Orku-
missirinn verður þó venjulega að vera yfir víst til-
tekið lágmarksstig, til þess að bætur fáist greiddar.