Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 71
Andvari
Um slysatryggingar.
67
er útgefin reglugerð fyrir áhættuflokkun og ákvðrðun
iðgjalda.
Síðan 1925 hafa enn verið gerðar nokkrar breytingar.
1928 var tryggingarskylda færð til hvers konar bif-
reiðarstjórnar, hvort heldur sem er til vöruflutninga eða
mannflutninga. Dánarbætur og örorkubætur voru hækk-
aðar um 50°/o. Lögreglustjórum var gert skylt að halda
próf í öllum slysabótamálum, í stað þess, að það var
að eins gert áður, ef lögreglustjóri taldi þess þörf, eða
slysatryggingin óskaði þess. Loks var hækkaður hluti
sá, er ríkissjóði bar að greiða af iðgjaldi vélbáta minni
en 5 smál., úr 2/io upp í 3/io.
Þessar breytingar komu í gildi 1. jan. 1929. ]afn-
hliða kom í gildi breyting á reglugerð (nr. 86, 31. des.
1928) um áhættnflokkun og ákvörðun iðgjalda, þar senn
iðgjöldin voru hækkuð nokkurnveginn hlutfallslega við
hækkun bótanna.
1930 voru gerðar þær breytingar að tíminn, sem líður
frá því er slys verður og þar til réttur til dagpeninga
byrjar, var styttur fyrir iðntryggingarslys öll og slys á
róðrarbátum og vélbátum undir 12 smál., úr 28 dögum
í 10 daga. Sú breyting önnur var gerð að ákvæðin um
réttarpróf í slysabótarmálum voru færð í líkt horf og
var fyrir breytinguna 1928.
Á sumarþinginu 1931 voru enn gerðar talsverðar
breytingar. Þessar eru markverðastar:
1. Tryggingarsviðið er fært út, bæði svið skyldutrygg-
ingar og frjálsrar tryggingar.
Útfærsla skyldutryggingarinnar liggur í þessum
atriðum:
a. Sjósókn öll sem atvinnurekstur, þar með taldir
hvers konar flutningar á sjó, er tryggingarskyld
hversu stuttan tíma sem atvinnan er rekin,