Andvari - 01.01.1932, Side 73
Andvari
Síldarleit úr loíti 1931.
Eins og undanfarin sumur hélt flugfélagið uppi síld-
arleit úr lofti síðastliðið sumar. Notaðar voru til þessa
flugvélarnar >Súlan« (junkers W 33) og »Álftin«
(Junkers E 13). Súluna henti það óhapp, að henni
hvolfdi á Akureyrarhöfn 4. ágúst í fárviðri, og varð að
flytja hana til Reykjavíkur til viðgerðar, en »Álftin« var
þá komin norður (1. ág.) og annaðist hún síldarleitina
eftir það. Flugfélagið sendi sérstakan mann norður,
þegar síldarleitin hófst, mag. art. Guðna Jónsson, og
fal honum að annast eftirlit með síldarleitinni. Dvaldi
hann á Siglufirði, festi upp allar tilkynningar þar um
síldarleit, símaði fregnirnar til Akureyrar og sá um, að
tilkynningar þessar yrði þar birtar; hann gerði og við
og við uppdrætti af síldargöngunum samkvæmt athug-
unum flugvélanna og festi þá upp á Siglufirði, annaðist
dagbókargerð síldarleitarinnar o. fl. Öllum tilkynningum
um síldarleit var útvarpað frá Reykjavík á kvöldin, stund-
um tvívegis, ef þurfa þótti, en þetta sumar voru loft-
skeytatæki ekki höfð í flugvélunum. Þótti það óþarfi,
þareð sjaldnast var hægt að segja um fyrirfram, hvenær
flogið yrði, slíkt fór eftir atvikum, bæði veðurástæðum
og óskum sjómanna, en hvert síldarflug varaði sjaldnast
lengur en 1—2 tíma, en árangur hverrar leitar var jafn-
harðan birtur á Siglufirði og símaður til Akureyrar og
birtur í útvarpi eins fljótt og kostur var á.
Síldarleitin hófst 30. júní og stóð til 5. september, en