Andvari - 01.01.1932, Side 85
Andvari
Sildarleit úr Iofti 1931.
81
samkvæmt áskorun frá öllum helztu útgerðarmönnum á
Siglufirði og Akureyri (25—30 manns) og atvinnumála-
ráðuneytið. Gallar voru allmiklir á síldarleitinni þetta
sumar bæði vegna þess hve seint var byrjað og eins
féllu allmargir dagar úr í ágúst vegna óhagstæðs veðurs.
Þetta sumar lá hafís á Húnaflóa allt sumarið og síld
hvarf að mestu 22. ágúst. Þetta sumar veiddist mest af
síld á Húnaflóa og virtist hafísinn eiga sinn þátt í því,
hve lítil breyting varð á síldargöngunum. Flugvélin gat
athugað hafísinn og gefið skýrslu um hann og orðið
skipum þannig að liði, er sigla þurftu yfir Húnaflóa.
Þrátt fyrir galla síldarleitarinnar sumarið 1929 voru sett
lög á alþingi 1930 um skipulagsbundna síldarleit úr
lofti með stofnun flugmálasjóðs, og veittu flestallir út-
gerðarmenn í Reykjavík þessu máli stuðning sinn, er
frumvarpið var borið fram á alþingi. Sumaið 1930 var
síðan leitað frá 6. júlí til 15. sept. og var þá leitað í
33 daga, en 35 dagar féllu úr vegna veðurs og bilunar
flugvélarinnr. Þetta sumar voru allmiklar hreyfingar á
síldinni, en síldin hvarf einnig þetta sumar að mestu
Ieyti á líkum tíma og sumarið á undan. Þótt tíðin hafi
verið óhagstæð norðanlands 1931, er um verulega fram-
för að ræða í skipulagi síldarleitar, þar sem leitað var
í 43 daga, en aðeins 25 dagar féllu úr, en 35 dagar
sumarið þar á undan. Nokkrar raddir hafa þó heyrzt
um, að síldarleitin kæmi ekki að tilætluðum notum,
og á alþingi 1931 kom fram tillaga um að lækka flug-
málasjóðsgjaldið vegna síldarleitar um helming, en hún
náði ekki fram að ganga.
Síldarleitin úr lofti frá 1928 til 1931 hefir leitt í ljós,
að verulegar breytingar verða á síldargöngunum frá ári
til árs, að unnt er að athuga þessar breytingar næstum
frá degi til dags, og að síldarflugvél getur einnig orðið
6