Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1932, Page 89

Andvari - 01.01.1932, Page 89
Andvari Enn um kornyrkju á íslandi. 85 250—300 m/m, til að ná fullum þroska — þó er þetta nokkuð mismunandi eftir árferði, afbrigðum og ræktunar- aðbúð. Nýjustu rannsóknir frá tilraunastöðinni Vágönes við Bodö í Noregi hafa sýnt, að Niðarhafrar, sem þar eru allmikið ræktaðir, hafa þurft 1034—1368° C, samanlagt hitamagn, á 80—146 sólarhringum, sexraða Dönnesbygg frá 960—1294’C á 75—139 sólarhringum. Sést á þessu, að hitaþörfin er nokkuð misjöfn frá ári til árs. í köldum sumrum með mikilli úrkomu þarf lengra sprettutíma og fleiri hitastig til að kornið nái þroska. í heitum sumrum með hentugu úrfelli, sérstak- Iega fyrra hluta sprettutímans, þarf styttra sprettutíma, og hið samanlagða hitamagn verður þá ekki eins mikið. Eftir þessu er ekki ólíklegt, að fjallabyggðir á íslandi, þar sem hiti stígur hátt í júlí og ágúst, muni hafa nægan hita til að þroska korntegundir. Það má óhikað halda því fram, og það með gildum rökum, að hér á Suðurlandi og víðar á landinu, eru hin veðurfarslegu skilyrði all-sæmileg fyrir ræktun snemm- þroska bygg- og hafrategunda, og í all-flestum, ef ekki öllum árum, er hiti nægur fyrir kornrækt. Vorin eru hér oft köld, eins og í þeim héruðum Noregs, sem ég nefndi áðan. Júní, júlí, ágúst og september hafa að vísu nokkuð lágan hita, en ekki svo lágan, að það hitamagn náist ekki, sem þörf er á fyrir bygg- og hafrarækt. Þetta hefir undanfarin níu ára reynsla sannað greinilega. Sexraða Dönnesbygg hefir þroskazt hér ágætlega í níu ár og þurft 112—133 sólarhringa til fullrar þroskunar, og hitaþörfin orðið frá 1070—1386° C. samanlagt hitamagn, allt eftir sáðtíma og árferði. Hafrar hafa náð hér fullum þroska á 120—145 sólarhringum og þurft frá 1271 °C —1463 °C samanlagt hitamagn s.l. fjögur sumur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.