Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 89
Andvari
Enn um kornyrkju á íslandi.
85
250—300 m/m, til að ná fullum þroska — þó er þetta
nokkuð mismunandi eftir árferði, afbrigðum og ræktunar-
aðbúð.
Nýjustu rannsóknir frá tilraunastöðinni Vágönes við
Bodö í Noregi hafa sýnt, að Niðarhafrar, sem þar
eru allmikið ræktaðir, hafa þurft 1034—1368° C,
samanlagt hitamagn, á 80—146 sólarhringum, sexraða
Dönnesbygg frá 960—1294’C á 75—139 sólarhringum.
Sést á þessu, að hitaþörfin er nokkuð misjöfn frá
ári til árs. í köldum sumrum með mikilli úrkomu þarf
lengra sprettutíma og fleiri hitastig til að kornið nái
þroska. í heitum sumrum með hentugu úrfelli, sérstak-
Iega fyrra hluta sprettutímans, þarf styttra sprettutíma,
og hið samanlagða hitamagn verður þá ekki eins mikið.
Eftir þessu er ekki ólíklegt, að fjallabyggðir á íslandi,
þar sem hiti stígur hátt í júlí og ágúst, muni hafa nægan
hita til að þroska korntegundir.
Það má óhikað halda því fram, og það með gildum
rökum, að hér á Suðurlandi og víðar á landinu, eru hin
veðurfarslegu skilyrði all-sæmileg fyrir ræktun snemm-
þroska bygg- og hafrategunda, og í all-flestum, ef ekki
öllum árum, er hiti nægur fyrir kornrækt. Vorin eru
hér oft köld, eins og í þeim héruðum Noregs, sem ég
nefndi áðan. Júní, júlí, ágúst og september hafa að vísu
nokkuð lágan hita, en ekki svo lágan, að það hitamagn
náist ekki, sem þörf er á fyrir bygg- og hafrarækt.
Þetta hefir undanfarin níu ára reynsla sannað greinilega.
Sexraða Dönnesbygg hefir þroskazt hér ágætlega í níu ár
og þurft 112—133 sólarhringa til fullrar þroskunar, og
hitaþörfin orðið frá 1070—1386° C. samanlagt hitamagn,
allt eftir sáðtíma og árferði. Hafrar hafa náð hér fullum
þroska á 120—145 sólarhringum og þurft frá 1271 °C
—1463 °C samanlagt hitamagn s.l. fjögur sumur.