Andvari - 01.01.1932, Side 90
86
Enn um kornyrkju á íslandi.
Andvari
Hitaþörfin hefir orðið heldur meiri hér en í Bodö,
og sprettutíminn örlítið lengri að jafnaði.
Uppskeran hefir orðið hér að jafnaði meiri en í
Noregi, þegar miðað er við staði, er hafa svipuð skilyrði.
Það, sem veldur hér mestum erfiðleikum við korn-
rækt, eru vorkuldarnir í maí og rigningarnar í septbr.,
en þessir veðurfarsgallar hafa þó ekki komið svo mjög
að sök undanfarin ár. Frostnætur á vorin, eftir sáningu,
draga ekki svo mjög úr sprettunni, ef ræktaðar eru
harðgerðar korntegundir. Aftur á móti eru rigningarnar
í septbember, þ. e. yfir uppskerutíma kornsins, óþægi-
legar, og hafa valdið all-miklum erfiðleikum við þurkun
þess, og er hér áhaldaleysi mest um að kenna.
Það, sem mér finnst við hafa hér á Suðurlandi, að
sumu leyti, fram yfir ýmis héruð í Noregi, er að frost-
nætur eru hér færri um gróðurtímann, einkum seinna
hluta sumars. Úrkoman er hér venjulega ekki meiri,
og oft haganleg. Jurtasjúkdómar á korntegundum virð-
ast hverfa hér við ræktunina, og víðast er hér gott land
og ódýrt til ræktunar.
En fæst nú eins mikil uppskera hér á Iandi, sem í
Noregi, þar sem lík eru skilyrðin?
Skulu hér nokkrar tölur nefndar til samanburðar,
eftir fjögurra ára tilraunir, kg af ha:
Sámsst. Vágönes Vall Löken
Hálmur Korn Hálmur Korn Hálmur Korn Hálmur Korn
Niöarhafrar . 6172 2706 4250 2080 4140 2400 6840 2473
Perluhafrar . 6796 2316 4480 2140 4330 2330 6210 2137
Dönnesbygg . 7325 3170 3540 2600 3540 3010 4250 3254
Sést af þessu, að í tilraunum hefir uppskeran bæði í korni
og hálmi orðið meiri á Sámsstöðum, en á hinum stöðun-
um, einkum er þó munurinn mikill á Niðarhöfrunum.