Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 91
Andvarí
Enn um kornyrkju á íslandi.
87
Ðæði bygg og hafrar hafa á undanförnum árum spírað
sæmilega, frá 70—95 pct., og Ömesbygg með 99 pct.
Byggtilraunirnar hafa nú staðið yfir í níu ár og til-
raunir með hafra í fjögur ár. Ef athuguð er veðráttan á
þessu tímabili, má segja, að hún hafi gengið í öldum.
Fyrstu þrjú sumurin er kornyrkja var stunduð, voru
ekki meðalsumur, að hita til. Sumurin 1926 og 1927
voru meðalsumur að hita, en rigningasumur, einkum hið
fyrra, og að því leyti óhagstæð akuryrkju. Síðustu fjögur
sumurin, sem kornyrkja hefir verið stunduð að mun,
hefir sumarið 1928 verið hagstætt hitasumar, meðalhiti
maí—sept. á Sámsstöðum 10.1 °C. Aftur sumurin 1929,
1930 og 1931 allt annað en hagstæð kornyrkju, jafnvel
þótt hitinn hafi verið meiri en í meðallagi, miðað við
Reykjavík, en vorin, þrjú hin síðustu, hafa verið að
mörgu óhagstæð, einkum s.l. vor, og öll þessi haust
mjög úrkomusöm. Þrátt fyrir þetta veðurfar, hefir kornið,
bæði bygg og hafrar, þroskazt ágætlega, og aðalafbrigði
stöðvarinnar náð sama þroska sem í móðurlandinu:
1000 korn-þyngdin verið 30.4—40.8 gr. á byggi, og frá
26—43.8 gr. á höfrum, eftir því hvaða afbrigði hafa
verið ræktuð.
Þetta sýnir, að korn ræktað hér á Iandi, getur orðið
eins stórt og erlent, sömu tegundar.
Sú tilraunastarfsemi, sem verið hefir í kornyrkju níu
undanfarin ár — fjögur ár í Reykjavík og fimm ár hér
á Sámsstöðum — hefir að því er virðist, breytt þeirri
skoðun, er áður hefir almennt ríkt, að korn gæti ekki
vaxið hér á landi og náð fullum þroska. Þó að þessar
tilraunir hafi ekki staðið lengi, þá hefir viðfangsefnum
þeim, sem úrlausnirnar þörfnuðust, verið þannig skipað
niður, að margt er nú vitað, sem áður þekktist ekki
um tilveruskilyrði kornyrkjunnar hér á landi.