Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 96
92
Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum fyrrum.
Andvari
heimferðinni. Kaffið var drukkið úr könnum, og skammt-
aði formaður vínið út í, 1 lítið staup til hressingar, með-
an til vannst. Það er á orði haft, hve vel Vestmanna-
eyjasjómenn hafi kunnað að fara með vín, enda alveg
einstök regla hjá þeim á öllu, er að sjómennskunni laut.
Aldrei máttu menn sofna dúr, og það þótt verið væri
5—6 dægur í einu, enda gat það verið stórhættulegt í
kulda þeim og vosbúð, er menn alla jafna mættu í
útilegunum í hávetrar-skammdeginu, og ekki hið minnsta
skýli að krjúpa inn í á bátunum. Vmislegt höfðu menn
til gamans sér, einkum að syngja og kveðast á og
kveða rímur, og þótti jafnan gott, er góður kvæðamaður
var með í förinni.
Hákarladrek, hvk., akkerið. Þegar rennt var, var oft-
ast legið á 50 til 60 faðma dýpi og legið við akkeri.
Legufærið, eða akkerisfestin var yfir 100 faðma á lengd;
á legufærinu neðst var járnkeðja er akkerið var fest í,
og var keðjan kölluð forhlaupari.
Yfirvarp, -s, hvk., var kallað það, sem akkerisfestinni
var látið eftir, eftir að náð var botni, það var á 60—
70 faðma dýpi haft 25 faðmar til þess að geta látið
akkerið liggja í halla.
Hákarlavaður, -ir, færin, voru 120 faðmar á lengd
og hafðir 2, sín línan á hvort borð, sakkan á hákarla-
línunni var um 8 pund, öngultaumarnir voru úr járn-
keðju og fullir 3 faðmar á lengd, þar af 2 faðmar fyrir
neðan lóðið.
Bálki, -a, kk., svo kallaðist sá hluti öngultaumanna,
um 1 faðm að lengd, er var fyrir ofan lóðið.
Grunnmál, -s, hvk., eftir að lóðið eða sakkan var
komin í botn, var færið dregið upp 10 sinnum hand-
fangið, til þess að öngullinn væri vei laus við botninn,
og var það kallað grunnmál. Smjör var oft notað, þegar