Andvari - 01.01.1874, Síða 55
Stjórnarskrá Islands. 51
fullu framk\æmdarvaldi í öllum innlendum stjórnarmálum”.
I bænarskrám frá Suöur-þíngeyjar sýslu og frá Húnavatns-
sýslu var beinlínis beöið um, aö nýr þjóÖfundur yrÖi
boöaöur, meö löggjafarvaldi gagnvart neitunarvaldi kon-
úngs, og aÖ fyrir hann yröi Iagt frumvarp til fjárhags-
aöskilnaöar og stjórnarbútar. Borgfiröíngar vildu fá þenna
þjóöfund settan sumariö 1864, en Austfiröíngar skoruöu
á alþíng, aö þaö „taki ekki fjárhags og stjórnarmál ís-
lands til meöferöar, nema konúngur veiti alþíngi jafnframt
nú þegar sama atkvæÖisrett í þessum málurn og ríkis-
þíngiö í Danmörk hefir í dönskum málum”1. Alþíng
skipti nú þessu máli í tvennt til meöferöar, og tók bæn-
arskrá Arnesínga sérílagi, valdi sjö manna nefnd í hana,
en fimm í hinar allar; en í nefndunum vildi máliö klofna
fyrir þínginu, og sneru menn því fyrir sér svo, aÖ rita
ekki bænarskrár um þessi mál aö því sinni, heldur ávarp
til konúngs; var þar fram borin sú yfirlýsíng, aö alþíng
heföi þá von og traust til konúngsins, aÖ stjórnarmálinu
og fjárhagsmálinu, „þessum tveimur allsherjar velferöar-
inálum, verÖi sem fyrst til lykta ráöiö á þann hátt, aö
kvadt sé til sérstakrar samkomu í landinu, eins og heitiö
er í konúngsbréfi 23. Septembr. 1848, samkvæmt kosn-
íngarlögunum 28. Septembr. 1849”, og aö konúngur getí
þessu þíngi „þaö vald, sem Iöggjafarþíng hafa”. ÁÖur en
hiö næsta alþíng kom saman, voru oröin .konúngaskipti,
en í auglýsíngu til alþíngis 9. Juni 1865 svaraÖi Kristján
hinn níundi í líkum anda og fyr: Jýsum vér því hér
meö yfir viö vort trúa alþíngi, aÖ oss einnig er umhugaö
um málefni þetta. En þareÖ nauösynlegt er, aö fyrst
verÖi til lykta leidt málefniö um fjárhag landsins, veröur
‘) Alptið. 3863, I, 72—74.
4*