Andvari - 01.01.1874, Page 74
70
Stjórnarskrá íslarids.
og annab sitt eigiö fé, og þurfti engum þar af reikníng
ab standa nema sjáll'u sér.
Fólksþíngib kaus sjö menn í nefnd, til a& rannsaka
frumvarp þetta, og stúngu þeir uppá nokkrum breytíngum,
þar á me&al aí) lækka árgjaldib, og flytja þa& ni&ur til
30,000 rd. fastra og 20,000 rd. lausra, sem fari mínkandi
eptir 12 ár me& 1000 rd. árlega; en vib a&ra umræbu
felldi þíngib þetta, og a&hylltist frumvarp stjórnarinnar.
Milli annarar og þri&ju untræ&u snerist fyrst ve&ur í lopti,
því fimtán þíngmenn bjuggu til breytíngar-atkvæ&i me&
nokkrum nýjum greinum, sem snertu þa& sem þeir köllu&u
(lalmenn ríkismálefni”, og fengu þessar greinir samþykkt-
ar vi& þri&ju umræ&u; þá féll einnig frumvarp stjórnar-
innar um árgjaldib, svo þa& skyldi nú ver&a 60,000 rd.
árlega í 12 ár, en fara sí&an mínkandi um 1000 rd.
árlega í 48 ár, og fór nú frumvarpib þannig breytt til
landsþíngsins.
í Decembermánu&i 1868 byrju&u umræ&urnar um
máli& í landsþínginu, og var þar einnig kosin sjö rnanna
nefnd því til rannsóknar. Orla Lehmann gjör&ist þar
forgaunguina&ur til a& fá stjórnarfrumvarpinu breytt, for-
ræ&i alþíngis eydt sem mest og lagt undir yfirvald ríkis-
þíngsins í Danmörku, árgjaldib lækkab og bundife vi& a&
verja því til yfirstjórnarinnar á Islandi, svo a& sem mestgæti
or&ib til fylgis vi& Dani, og þa& sem þeir leg&i áhuga
vi&, en rá&gjafinn gugna&i allur fyrir hinni har&skeyttu
ásókn Lehmanm, og engin sta&gób vörn var fyrir af
neinni hendi. Auk þess, sem landsþíngib umsteypti öllu
frumvarpinu og setti þar inn ymsar greinir, sem ríkisþíngib
átti ekkert vald til a& ákve&a a& réttum lögum, áskildi
þa& ríkisþínginu ályktarvald til a& skipa fyrir, hvenær
stjórnarlög fyrir Islands sörstöku mál ætti a& ná Iagagildi,