Andvari - 01.01.1874, Page 87
Stjórnarskri Islands.
83
fram hver meö öbrum, aÖ alveldi konúngs stæbi |iar enn
óhaggaö i alla staöi. þetta sýndist í fyrsta áliti vera
mikill styrkur fyrir stjórnina, og þab er líklegt, a& rá&-
gjafinn hafi fiýtt sér aö fá Iagafrumvarp þetta samþykkt
af konúngi í því skyni; en þegar betur var aö gáÖ, þá
varö þú meö því losaö um máliö í hag fyrir oss. Snöggt
á aö lfta sýndist svo, sem vér heföum engan annan kost,
en að sökkva ofan í hiö forna einveldi, eöa aö taka
hverjum þeim kosti í stjórnarskránni sem oss bauöst, og
þessu haföi Lehmann ögraö oss meö; en þegar maöur
litaöist um, þá var auösætt, aö Islendíngar þurftu ekki
annaö en vera fastir fyrir og fara aö engu ótt, þvi
stjórnin gat ekki dregiö lengi sérstöku málin úr höndum
oss, þegar átti aö heita séö fyrir hinum meÖ 4llögum”;
hér var beint upplagt spil á móti stjórninni, hvernig
sem vér færum aö, því einveldiÖ var ekki hugsanlegt til
lengdar, og naumast þó því heföi veriö beitt meö hinni
mestu lagkænsku og fariö með alþíng eins og fullkomiö
löggjafarþíng.
Birtíng „laganna” frá 2. .Januar 1871 vakti megna
óánægju meöal Íslendínga, og þaö ekki án orsaka. Allir,
sem annars hugsuðu um réttindi Iands og þjóðar, fundu,
að hvorutveggja var misboðið. Allir voru samdóma um,
eða hlutu aö játa, aö alþíng hefði ekki l'engiö aÖ njóta
síns löglega frjálsa ráögjafar-atkvæðis, og að ^lögin”
þessvegna vantaði samþykki hins lögmæta hlutaðeiganda.
En þegar þau höfðu þann formgalla, auk efnisgallanna,
aö þau voru ekki löglega oröin til, sem íslenzk lög, þá
var þaö sjálfsagt, aö íslendíngar gátu ekki annað en mót-
ntælt þeim, bæöi að forminu til og svo að efni til, þar
sem fór í bága viö réttindi lands vors og gagn. Um
0*