Andvari - 01.01.1874, Side 109
Stjórnarskrá íslands.
105
rannsaka mdlefni, sem eru árííiandi i'yrir almenníng. f>íng-
deildin getur veitt nefndum Jiessum rétt á ab heimta skýrslur,
munnlegar og bréllegar, baibi af embættismönnum og ein-
stökum mönnum.
23. gr. Engan skatt má á leggja, né breyta, né af f
taka nema meb lagabobi; ekki má heldur taka lán, er skuld-
bindi Islanrl, né selja eba meb öbru máti láta af hendi ;
neina af jarbareignum landsins, nerna slíkt se meb laga-
hobi ákvebib.
24. gr. Ekkert gjald má greiba afhendi, nema heim-
ild sé til þess í fjárlögum eba fjáraukalögum.
25. gr. Fyrir hvert reglulegt alþíng, undireins og þab
er saman komib, skal leggja frumvarp til íjárlagá fyrir
Island fyrir tveggja ára fjárhags-tímabilib, sem í hönd fer.
Meb tekjunum skal telja bæbi hib fasta tillag og auka-
tillagib, sem samkvæmt lögum um hina stjdrnarlegu stöbu
Islands í rfkinu 2. Januar 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er
greidt úr hinum almenna ríkissjöbi til hinna sérstaklegu
gjalda Islands, |iö þannig, ab greiba skuli fyrirfram af
íillagi þessu útgjöldin til hinnar æöstu innlendu stjörnar
íslands, og fulltrúa stjörnarinnar á alþíngi, eins og )>au
verba ákvebin af konúnginum.
Gjöld, sem ákvebin eru meb eldri lögum, tilskipunum,
konúngs-úrskurbum, eba öörum gildum ákvörbunum, skulu,
þángab til breytíng verbur á því gjörb meb lögum, bœbi
í frnmvarpinu til fjárlaganna og í þeim sjálfum færb til
meb þeim upphéebum, sem einusinni eru ákvebnar, nema
krafizt sé sérstaklega vibbötar fyrir hib einstaka fjárhags-
tímabil, eba hún vcitt.
Frumvarpib til Ijárlaganna og eins frumvörp til fjár-
aukalaga skal jafnan fyrst leggja fyrir nebri deild alþíngis.
26. gr. Hvor þíngdcild kýs yfirskobunarmann, og sknlu
þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Yfirskobunarmenn þessir
eiga ab gagnskoöa hina árlegu reiknínga um tekjnr og
gjöld landsins, og gæta þess, ab tekjur landsins sé þar
allar taldar og ab ckkert hafi verib út goldib án heim-
ildar. þeir geta krafizt ab fá allar skýrslur þær og
skjöl, sem þoim jiykir þurfa. Síban skal safna þessum
ársreiknfngnm fyrir livert tveggja ára fjárhagstímabil í einn
reikníng, og leggja liann fyrir alþíng, ásamt meb athuga-
semdum yfirskoöunarmanna, og skal ]>ví næst samþykkja
hann rneb lagabobi.