Andvari - 01.01.1874, Síða 115
Stjórnarskrá Islands.
111
einhvern tíma á árinu 1875. Áœtlun um tekjur og gjöld
íslands á árinu 1875 staSfestir konúngur samkvæmt |)eim
reglum, sem híngab til hefir fylgt veriö.
G.efiö á Amalíuborg, 5. dag Januarmánabar 1874.
Undir Vorri kondnglegu hendi og innsigli.
Christian R.
(L- S.) c. S. Klein.
í sambandi vib stjórnarskrána stendur Auglýsíng kon-
úrigs, sem er dagsett 14. Februar þ. á., og er svolátandi:
„Konúngleg auglýsíng til Islendínga um þabab út
sé komin stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Islands.
Vér Kristján hinn níundi o. s. frv. Gjörum kunnugt:
Alþíng, sem saman kom áriö sem leib, hefir í þegnlegu
ávarpi til Vor farib þess á leit, ab Vér, — samkvæmt
því, sem einnig er látib í ljósi í bænarskrá frá hinu sama
alþíngi — vildum gjöra yfirstandandi ár ennþá atkvæbis-
meira fyrir Islendínga meb því ab gefa Islandi stjórnar-
bót, er veitti alþíngi fullt löggjafarvald og fjárforræbi, og
sem ab öbru leyti væri svo frjálsleg, sem framast vævi
unnt.
Vér höfum síban á ný látib sem nákvæmlegast
íhuga stjórnarskipunarmál íslands, og er árángurinn af
því orbinn sá, ab Vér einn af hinum fyrstu dögum ársins
meb Voru konúnglega nafni höfum löghelgab stjórnarskrá
um hin sérstaklegu málefni Islands, sem ab mestu leyti
er bygð á frumvarpi því til stjórnarskipunarlaga, sem lagt
var fyrir alþíng 1871, en þó helir sérstaklega verib tekib
tillit til þeirra atriba, sem tekin voru fram í fyrnefndri
bænarskrá alþíngis.
Jafnframt og Vér birtum þetta Vorum trúu og kæru
þegnum á Islandi, finnum Vér hvöt til þess ab lýsa yfir
allrahæstu ánægju Vorri meb, ab hib íslenzka stjórnar-
skipunarverk, sem svo lengi hefir verib starfab ab, þannig
er nú alveg til lykta leidt, og söinuleibis viburkenníng
Vorri og þakklæti fyrir traust þab, sem fulltrúar landsins
hafa aubsýnt Oss, meb því ab fela þab fyrirhyggju Vorri
á þann hátt, sem sagt var, ab koma fullnabarskipun á
um þetta mikilvæga málefni.
þab er von Vor, ab Vorir trúu Íslendíngar taki á
móti gjöf þeirri, sem Vér þannig af frjálsu fullveldi höfum