Andvari - 01.01.1874, Page 124
120
Stjórnarskrá Islands.
stjórnia í frumvörp sín 1869 og 1871, og frumvarpib frá
1871 er nú orbrett tekib í stjórnarskrána, en þar á móti
er enginn gaumur gefinn breytíngum þeim, sem komu
fram í abal-uppástúngu alþíngis 1873. þar er jarlinum
faliö á hendur allt þab sem snerti alþíng, og konúngi var
ábur ætlab; þar er gjört ráb fyrir, ab enginn konúng-
kjörinn verbi á þíngi, heldur verbi þar 36 þjúbkjörnir, og
skuli þeir kjúsa 12 úr sínum flokki í efri deildina; en
þíngib skyldi mega standa 12 vikur án leyfis stjúrnar-
innar. — þab virbist aubsætt, ab fyrirkomulagib cptir
frumvarpi alþíngis yrbi töluvert frjálslegra en eptir stjúrn-
arskránni, en oss vantar svo mjög alla reynslu í þessu
efni, ab vér dirfumst ekki ab láta neina fasta skoöun í
ljúsi um þab, hversu því yrbi bezt hagaö og landi voru
nytsamlegast. Vér ætlum, ab úskir landsmanna í því efni
gángi jafnvel í frjálslegri stefnu en uppástúngur alþíngis
1873, og einkanlega ímyndum vér oss, aö nytsemin af
tvískiptíng þíngsins muni þykja nokkub vafasöm, þegar
fram líba stundir, einkum meb svo fámennu þfngi. Nú
er hætt vib ab örbugra verbi en ábur aÖ hafa fullskipuö
sæti þíngmanna á alþíngi, því vara-þíngmenn skal enga
kjúsa, og lögin heimta tvo hluta þíngmanna nr hverri
deild til samþíngis, og tvo hluta atkvæba vib margar at-
kvæöagreiöslur. þab mun og flestum virbast galli á skipun
þíngsins, ab helmíngur þíngmanna í efri deildinni verba
konúngkjörnir, svo aö ef þeir héldi sömu stefnu fram og
híngaötil, eba enn þverari, þá stæbi þab í þeirra valdi,
einkum ef þeir fengi þjúbkjörna menn meb sér, þú ekki
væri nema einn eba tveir, eba fáeinir, ab gjöra þínginu
hinn mesta tímaspilli og eyba merkilegustu málum. þaÖ
hefir verib einkum tekiÖ fram, aö hinir konúrigkjörnu hafi
í sínu valdi ab únýta hvert mál sem kemur til samþíngis,