Andvari - 01.01.1874, Qupperneq 134
130
Stjórriarskrá Islands.
leg alltjafnt ábur, þá er ekki hægt aí> ejá, hversvegna hún
sé nú orbin ánaubsynleg. I sjálfu sér er hún mjög merki-
leg réttinrlagrein.*— Um landvarnarskylduna (57.
gr.) hefir verib ólítib þref milli stjórnarinnar og alþíngis,
og þess er vert af> geta vegna þess, a& þab mál hefir ætíð
verib oss vi&kvæmt. Stjórnin hefir a& fornu fari vilja&
draga Íslendínga utan, til landvarnar í Noregi og Danmörk,
en ekki viljaö hlynna a& landvörn Tslands sjálfs, e&a koma
henni á fót. í frumvarpi stjórnarinnar 1867 var svo sett,
aö hver vopnfær ma&ur væri skyldur aö taka sjálfur þátt
í vörn „fö&urlandsins”, og þar meö var sú skýríng, aö
ekki væri eiginlega meö því lögö landvarnarskylda á ís-
land, heldur væri löggjafarvaldinu faliö á hendur a&
ákvar&a, hvernig þessari skyldu ætti a& haga. En Danir
munu hafa haft þann skilníng, a& tllöggjafarvaldi&” þýddi
hiö danska löggjafarvald, en ekki hiö íslenzka, alþíng og
konúng. Aiþíngi þótti þessvegna or&in tvíræð, og stakk
uppá að setja „fósturjar&arinnar”; en í stjórnarfrumvarpinu
1869 voru tekin af tvímælin, og sett „ríkisins”, en varnar-
skyldan ætti eptir því a& vera skipuö me& „lagabo&i”, líklega
af konúngi og ríkisþíngi Dana. Alþíng skildi þetta vel,
og sneri því svo, a& þa& skyldi fara cptir „lagabo&i sem
alþíng samþykkiv”. þá braut stjórnin uppá því, í
frumvarpi 1871, a& setja „landsins”, og alþíng vildi gjöra
þa& ótvíríE&ara meö því a& hafa þar „íslands”, en í frum-
varpi sínu 1873 sneri þíngiö aptur til frumvarps síns 1867,
og setti „fósturjar&arinnar”, og nú hefir stjórnin hér eins og
víðast annarsta&ar í skránni, fariö eptir stjórnarfrumvarpinu,
sem alþíng haföi til me&fer&ar 1871. — Önnur þau atri&i
í þessum kafia stjórnarskrárinnar, sem vert er a& geta
sérstaklega, eru þau, sem snerta skattamál og sveitastjórnar-
mál. Um skattamálin cr í hinum fyrri frumvörpum stjórn-