Andvari - 01.01.1874, Síða 140
136
Stjórn&rskrá Isluuds.
hvcllandi bjalla. Fullveldib er )iaí> í raun og veru, ab
konúngur hetir gefib stabfestíng sína t.ii þess, sem ráb-
gjafar hans hinir dönsku þóttust geta lagt af mörkum vib
oss í stjórnlegu l'relsi.
þab er sagt, ab Islendíngar muni viburkenna, ab hér
í stjórnarskránni (lhafi verib tekib svo sem unnt var tillit
til þeirra óska, sem íram eru komnar frá lslands hálfu,
ab svo miklu leyti sem þær gátu samrýmzt vib þab, ab
þeirri stjórnarskipun ríkisins, sem nú er, verbi haldib
óbreyttri” — þab er óskiljanlegt, ab nokkur rábgjafi skuli
geta ímyndab sér, ab Islendíngar eba nokkur mabur muni
viburkenna, ab óskum hans sé fullnægt, þegar abalóskum
hans er enginn gaumur getinn. En kannske þær hati
ekki getab samrýmzt stjórnarskipuninni? — Kannske ríkib,
eba Danaveldi gæti ekki stabizt, ef ab konúngur játabi
ab sverja eib ab halda stjórnarskrá þá, sem hann vill
láta alþíngismenn sverja ab halda? — eba kannske stjóruar-
skipunin gæti ekki stabizt, ef ab þab stæbi í stjórnarskrá
Islands ab alþíng sé fribhelgt? — eba ef ekki væri sex kon-
úngkjörnir á alþíngi? o. s. frv. — Vér viljum eiga undir
svo ab segja hvers manns dómi, ab þetta er hégóminn
einber, og svo er meb hitt annab. Vér getum ekki fundib
neitt, sem þetta hittir, nema ef vera skyldi „lögin” af 2.
Januar 1871, en þau heyra ekki stjórnarskipun ríkisins
til öbruvísi en svo, ab þeim má breyta þegar hver vill,
og væri þeim breytt réttvíslega og skynsamlega, þá væri
stjórnarskipun ríkisins betri, en hún er nú. — En eitt er
þab, sem er augljóst af þessu, og þab er, ab sú stjórn
eba sá rábgjafi, sem otar þessu vib oss Islendínga, hann
heíir sömu kreddur eins og vér þekkjum ab eru stjórninni
í Danmörku innrættar ab fornu og nýju. þab eru kredd-
urnar frá 1592, þegar konúngur gaf oss þá föburiegu