Andvari - 01.01.1875, Síða 5
I.
FJÁRHAGUR OG REIKNÍNGAR ÍSLANDS.
ALþÍNG
I.
stakk uppá því, sem kunnugt er, 1871, afe
konúngur vildi skipa nefnd manna til ab rannsaka reikn-
ínga-vibskipti Danmerkur og fslands frá rátum, og láta
síðan leggja þenna rcikníng nefndarinnar, eba álit hennar
fyrir alþíng til yíirskofeunar. þessi uppástúnga alþíngis
er ein með öðrum vottur þess, að á íslandi er megn og
almenn úánregja yfir því, hvernig stjárnin í Danmörku og
ríkisþíng Dana hefir farið í fjárhagsmálib við oss og kröfur
vorar á hendnr ríkissjóðnum, svo að það hefir verið af
öðrum ástæbum, afc Islendíngar hafa almennt, slegið slöku
við að herða meira á málinu en svo, að það héldist opið
og greri ekki öldún'gis saman. Nú er það þú í augum
uppi, að ef vör þegjum og sleppum kröfum vorum og
réttindum einmitt þá, þegar aðskilnaðurinn fer fram á
fjármálum íslands frá fjármálum Danmerkur, þá höfum
vér þarmeö spillt stórlega málstað vorunr, og þegjandi
gefið Dönum þab sjálfdæmi yfir oss og eign vorri, sem
þeir hafa aldrei átt og aldrei getað vænt að fá, nema vér
værum kúgaðir eða kjassaðir frá öllum dug og allri einuri).
En þaö er alls ólíklegt, aö mótstöíinmönnum vorum verði
þetta til fagnaöar, heldur má miklu framar gjöra ráð fyrir,
að nú fyrst fari menn að sýna rögg á sér og hreinsa til
í reiknínga-viðskiptunum vib Danmörku, því það hlýtur
að vera oss öllum ljóst, aö verbi þessi tími látinn ónotabur,
þá verbi líkast til ekki hreyft vib þessu máli þaban af,
1
Andvari II.