Andvari - 01.01.1875, Síða 53
Fj&rliagur og reikn'mgar íslands.
49
og í annan staS: ltútgjöld vib jar&abdkarsjóbinn, seni eigi
eru á íjárhagsáætlun og sem verba endurgoldin aptur:
28265 rd. 45 sk.”1. — þegar þessar og þvílíkar greinir
hafa engar skýríngar vib ab stybjast, þá er sannarlega
ekki mikib á þeiin aí> græba; þab væri þá öldángis naufc-
synlegt, aí> þar væri skráb hvab sér, bæbi tekjur og út-
gjöld, því þá gæti menn fyrst borib saman slíkar skýrslur frá
undanfarandi árum, og komizt ab raun um, ab engu væri
úr sleppt, sem þar ætti ab standa, og allt rett goldib, en
eptir því sem hér er hljáta menn ab vera jafnnær og
vaba í villu og svíma; hér er ekkert ab stybjast vib,
nema tölurnar eintámar, sem eptir ebli slikra tekja og
útgjalda hljúta sífelt ab breytast; slík skýrsla er satt ab
segja verri en engin.
Slíkt hib sama, sem nú hefir verib sagt, má einnig,
og ef til vill meb enn meiri ástæbu, segja um skýrslu þá,
sem er köllub ^fylgiskjal 4” vib skýríngar stjórnarinnar2,
og er um skuldaskipti hins íslenzka jarbabókarsjóbs (lands-
sjóbs) og ríkissjóbsins um tímabilib 1. April 1872 til 31.
Marts 1873. þab liggur ab vorri ætlan í augum uppi,
ab þessi skýrsla, eins og hún er nú lögub, getur ekki
annab en villt sjónir fyrir mönnura. Vib fyrsta yfirlít
hlýtur þab ab vekja undrun, og oss liggur vib ab segja
eins og nokkurskonar ótta hjá öllum, þegar þeir sjá, ab
þar sem skuld jarbabókarsjóbsins (landssjóbsins) til ríkis-
sjóbsins var talin 31. Marts 1872 einúngis 35177 rd. 74
sk., þá er hún ári síbar, 31. Marts 1873, orbin 75378
rd. 60 sk., og þetta er sagt öldúngis blátt áfram, án þess
gefin sé nokkur frekari skýrsla urn, hvernig á þessu stancii.
‘) Skýrsl. um landsh. V, 698.
a) Skýrsl. uin lamlsh. V, 725.
Auclvari II
4