Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 4
4 4. september 2009 FÖSTUDAGUR SKEMMTILEGT UPPBOÐ Í GALLERÍ BORG Sunnudaginn 6. september kl 20:30 Eyjólfur Kristjánsson tekur lagið. Boðið verður upp á veitingar. GALLERÍ BORG - SKIPHOLTI 35 - SÍMAR 511 7010 - 847 1600 UPPBOÐSVERKIN VERÐA SÝND Í GALLERÍ BORG SKIPHOLTI 35 Í dag föstudag, laugardag og sunnudag frá kl 11 til 17 alla dagana. LÖGREGLUMÁL Tvö þjófagengi sem sitja nú í gæsluvarðhaldi eru talin hafa stolið munum sem eru að verðmæti milljónir króna. Geng- in eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölmargar íbúðir, verslan- ir, fyrirtæki og bíla. Þýfið sem fundist hefur samanstendur eink- um af miklu magni skartgripa, myndavéla, tölva og fleiri hluta sem aðvelt er að taka með sér og koma í verð. Þrír karlmenn úr fyrra geng- inu sem handtekið var og situr nú í gæslu og einangrun voru handteknir þar sem þeir voru að brjótast inn í íbúð að kvöldi mið- vikudagsins 12. ágúst. Skömmu síðar var fjórði maðurinn hand- tekinn þar sem hann var á vappi með sambýliskonu sinni við versl- un í Reykjavík. Hún reyndist vera með skartgripi í fórum sínum sem taldir eru vera þýfi. Maðurinn situr í gæslu og einangrun ásamt hinum þremur. Varðhaldið rennur út í dag. Mennirnir sem um ræðir eru allir á þrítugsaldri. Lögreglan hefur lagt hald á mik ið magn þýfis í tengslum við rannsókn þeirra mála sem mennirnir eru taldir vera viðriðnir. Stór- um hluta þess hefu r ver ið komið í hend- ur réttra eig- enda að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns í lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Þá hefur hópur fólks verið yfirheyrður vegna rannsóknar lögreglu. Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags var svo síðara þjófagengið handtekið eftir að það hafði brot- ist inn í verslun í Árbænum. Í bíl mannanna fannst stór svartur ruslapoki með miklu magni af síg- arettum sem þeir höfðu haft með sér úr versluninni. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í dag. Í fyrradag voru svo tveir til viðbótar handteknir. Þeir sættu yfirheyrslum hjá lögreglu en var sleppt að þeim loknum. Eftir handtökur sígarettuþjóf- anna, sem játuðu sök, hóf lög- regla rannsókn á þeirra högum af fullum krafti. Meðal annars var leitað heima hjá þeim. Þar fannst mikið magn muna sem taldir eru vera þýfi, einkum skartgripir, tölvur og myndavélar eins og í fyrra tilvikinu. Búið er að koma hluta þýfisins í réttar hendur, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sem segir lögreglu hafa frumkvæði að því að hringja í fólk sem talið er eiga munina. Hann segir leika rökstuddan grun á að þeir sem inni sitja hafi, auk sígarettu- þjófnaðarins, brotist inn í íbúðir og verslanir. Ekki eru talin vera tengsl milli hópanna tveggja, sem eru af erlendum uppruna. jss@frettabladid.is Tvö þjófagengi með þýfi fyrir milljónir Tvö þjófagengi sem sitja nú í gæsluvarðhaldi eru talin hafa stolið munum fyrir milljónir í fjölmörgum innbrotum í íbúðarhús, fyrirtæki og verslanir. Einkum er um að ræða skartgripi, myndavélar og tölvur, sem auðvelt er að koma í verð. SKARTGRIPIR Forkunnarfallegt hálsmen eftir listamanninn Mugg er meðal þeirra muna sem lögregla hefur lagt hald á í húsleit vegna fjölmargra innbrota. Á myndinni er menið góða svo og fleiri skartgripir í vörslu lögreglu, sem taldir eru vera þýfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 33° 18° 18° 21° 15° 19° 18° 20° 17° 17° 27° 20° 27° 32° 14° 21° 31° 18° 12 10 10 12 12 9 10 10 10 10 8 5 6 5 3 3 2 2 2 3 10 3 12 10 10 11 10 Á MORGUN 5-13 m/s, stífastur með suðurströndinni. SUNNUDAGUR 3-10 m/s stífastur suðvestan til 12 10 12 1412 VÆTUSAMT UM HELGINA Á morgun verð- ur úrkomusamt á sunnanverðu landinu og enn fremur verður einhver úrkoma víðar, einkum með strönd- um. Nokkuð dregur úr úrkomu þegar líður á síðdegið og kvöldið. Á sunnudag, nálægt hádegi gengur svo annað úrkomuloft inn á landið og má búast við rigningu, einkum sunnan og vestan til en víðar um kvöldið. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Embættismenn úr þrem- ur ráðuneytum upplýstu í gær nefnd- armenn í fjárlaganefnd Alþingis um fyrstu viðbrögð Breta og Hollendinga við afgreiðslu Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins. Formleg viðbrögð ríkjanna tveggja hafa enn ekki borist, en þeim hefur verið kynnt niðurstaða Alþingis, segir Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar. Embættismenn frá Íslandi, Hollandi og Bretlandi hittust á miðvikudag á óformlegum fundi í Haag í Hollandi. Þar var upplýst um ákvörðun Alþing- is. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að annar fundur verði haldinn í næstu viku til að reyna að ná „sameiginlegum skilningi“ sem fyrst. „Ég geri ráð fyrir formlegum við- brögðum fyrr en síðar,“ segir Björn. Ekki sé von til þess að þau berist fyrir helgi, en vonandi komi þau í næstu viku, enda brýnir hagsmunir Íslands að ljúka málinu. Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundi fjárlaganefndar. „Ég tel því miður yfirgnæfandi líkur á að Bretar og Hollendingar muni fallast á þetta,“ segir Höskuld- ur. Lítill áhugi virðist vera á því hjá stjórnvöldum í löndunum tveimur að draga Icesave-málið aftur upp á yfir- borðið. - bj Fjárlaganefnd ræddi kynningu á afgreiðslu Alþingis á Icesave-samkomulaginu: Óvíst hvenær formleg viðbrögð berast KYNNING Embættismenn úr forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti komu á fund fjárlaganefndar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR, AP Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa staðfest að svína- flensa hafi dregið danskan vöru- bílstjóra þar í landi til dauða. Þetta er fyrsta staðfesta dauðs- fallið af völdum svínaflensu í Noregi. Maðurinn var á miðjum aldri og starfaði í Noregi. Hann lést úr lungnabólgu í síðustu viku sem hann fékk í framhaldi af svína- flensu. Að sögn danskra heil- brigðisyfirvalda er þetta líka fyrsta staðfesta dæmið um að danskur ríkisborgari hafi látist vegna svínaflensu. - bs Dó af völdum svínaflensu: Fyrsta dauðs- fallið í Noregi BRUSSEL, AP Embættismenn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leggja til að aðildarríkin taki við fleiri flótta- mönnum frá löndum, sem búið hafa við stríðsástand eða fátækt. Jacques Barrot, framkvæmda- stjóri dómsmála og innanríkis- mála, segir að Evrópusambandið eigi að bregðast betur við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að veita hæli flóttamönnum, sem eiga ekki í önnur hús að venda. Samkvæmt Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna eru um 200 þúsund manns í brýnni þörf fyrir dvalarstað. - gb Framkvæmdastjórn ESB: Vill að fleirum verði veitt hæli FLÓTTAFÓLK Hópur flóttamanna frá Írak kom til Þýskalands í vor. NORDICPHOTOS/AFP Mánuður fyrir áfengispela Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela áfengispela að verðmæti 2.000 krónur úr Vínbúðinni. DÓMSMÁL Lón Landsvirkjunar fyllast Veðrátta í sumar hefur verið óhag- stæð fyrir vatnssöfnun í miðlunarlón Landsvirkjunar, en lónin eru nú loks að fyllast. Reiknað er með því að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun fyllist um helgina, og vatn muni renna á yfirfalli um fossinn Hverfanda, niður farveg Jökulsár á Dal. ORKUMÁL Grunaður yfirheyrður Karlmaður sætti í gærdag yfirheyrsl- um hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu vegna brunans í Laugar- ásvídeói um síðustu helgi. Honum var sleppt að því búnu. LÖGREGLUFRÉTTIR INDLAND, AP Y.S.R. Reddy, ráð- herra yfir Andra Pradesh-héraði á Indlandi, fórst í þyrluslysi ásamt fjórum öðrum á miðvikudag. Flak þyrlunnar og lík þeirra sem voru innanborðs fundust í gær. Þyrlan var á flugi í miklu úrhelli yfir frumskógi í suður- hluta Indlands á miðvikudags- morgun, þegar samband hennar við flugumferðarstjórn slitnaði. Það tók leitarmenn sólarhring að höggva sig í gegnum frumskóginn þar til þeir komust að þyrluflak- inu og fundu þar ráðherrann lát- inn, ásamt fjórum öðrum. - bs Indverskur ráðherra: Fórst í þyrluslysi GENGIÐ 03.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,6865 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,48 127,08 207,1 208,1 180,76 181,78 24,281 24,423 20,952 21,076 17,549 17,651 1,3681 1,3761 197,85 199,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.