Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 6
6 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Má starfsemi Alþjóðahúss missa sín? JÁ 47,8% Nei 52,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú mansal vera vandamál hér á landi? Segðu þína skoðun á visir.is ORKUMÁL Borgarráð frestaði í gær afgreiðslu á sölu Orkuveitu Reykjavíkur á 32 prósenta hlut í HS Orku til kanadíska orkufyrir- tækisins Magma Energy um viku. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans styðja söluna en fulltrúar minni- hlutans lögðu fram á fjórða tug fyrirspurna vegna hennar. Tilboð Magma í hlut Orkuveit- unnar er ásættanlegt fyrir Orku- veituna, og niðurstaðan fjárhags- lega góð fyrir félagið, segir í tilkynningu frá meirihluta borg- arráðs, fulltrúum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Það sé fagnaðarefni að erlendir aðil- ar hafi áhuga á að koma með fjár- magn inn í landið. Fjármálasvið Orkuveitunnar telur andvirði samningsins um 12 milljarða króna. Útreikningar á verðmæti samningsins hafa verið yfirfarnir af ytri endurskoðendum Orkuveitunnar, og hafa þeir stað- fest mat fjármálasviðs, segir í til- kynningu meirihlutans. Pólitískum reikningsaðferðum Samfylkingar- innar sé því vísað á bug. Fulltrúi Vinstri grænna í borg- arráði lagði í gær til að teknar yrðu upp viðræður við ríkisvaldið með það að markmiði að HS Orka verði alfarið í opinberri eigu. Þeirri til- lögu var vísað frá. Í bókun meirihlutans vegna frá- vísunarinnar segir að söluferli á hlutnum í HS Orku hafi verið langt og málsmeðferð vönduð. Ríkið hafi haft hálft ár til að koma að ferlinu en ekki sýnt því áhuga fyrr en til- boð Magma hafi legið fyrir. Borgarráðsfulltrúar Samfylk- ingarinnar lögðu í gær fram lista með 32 spurningum vegna sölu á hlut Orkuveitunnar til Magma. Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja meðal annars fá rökstuðn- ing fyrir því að 1,5 prósent vextir á eftirstöðvum kaupverðsins, sem er í Bandaríkjadölum, séu ásætt- anlegir. Þeir benda á að miðað við meðalverðbólgu í Bandaríkjunum síðastliðinn áratug séu þetta nei- kvæðir vextir og vilja fá útreikn- inga á því hversu neikvæðra raun- vaxta megi vænta. Einnig hversu mikið gengistap verði vegna láns- ins ef krónan styrkist áður en lánið verður greitt upp eftir sjö ár. Þá biðja þeir um upplýsing- ar um það hverjir standi að baki þeim eignarhaldsfélögum sem eigi Magma Energy og Geysi Green Energy. Geysir Green á meirihluta í HS Orku. Vinnubrögðin sem viðhöfð hafa verið við sölu á hlutnum í HS Orku hafa einkennst af undanbrögðum og óhreinskilni, að mati Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F- lista. Í bókun Ólafs, sem lögð var fram í borgarráði í gær, er þess krafist að tillaga Ólafs um bann við sölu á eignum almennings í orkulindum og orkufyrirtækjum til einkaaðila verði afgreidd áður en málefni HS Orku verði tekin fyrir á ný. brjann@frettabladid.is Fresta sölu á hlut í HS Orku um viku Verðmæti samnings um sölu OR á hlut í HS Orku er um 12 milljarðar króna samkvæmt fjármálasviði OR. Minnihlutinn í borgarráði vill svör við á fjórða tug spurninga um fyrirhugaða sölu. Fulltrúi F-lista mótmælir vinnubrögðum. ORKA Hart var tekist á um sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku á fundi borg- arráðs í gær og afgreiðslu málsins frestað um viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI REYKJANESBÆR Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, undir- strikaði mikilvægi þess að þau 55 þjóðarbrot sem nú búa í bæjarfé- laginu geti lifað og starfað saman í sátt og samlyndi í setningarræðu Ljósanætur í gær. Hátíðin var sett í tíunda sinn við Myllubakkaskóla í gærmorgun, þegar nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins slepptu 2.000 blöðrum upp í loft- ið. Nemendurnir gengu í skrúð- göngu, hver frá sínum skóla, og tengist gangan og setningin friði, gleði og fjölmenningu. Ganga barnanna var í raun þjófstart á Heimsgöngu til friðar, sem hefst formlega þann 2. október næst- komandi. Megininntak Heimsgöngunnar er að jarðarbúar hjálpist allir að við að skapa á jörðinni kringum- stæður sem leitt geta til friðar og tilvistar án ofbeldis. Við tekur fjölbreytt dagskrá Ljósanætur, en áhersla verður lögð á tónlistarviðburði í tengslum við tíu ára afmæli hátíðarinnar. - kg Börn í Reykjanesbæ „þjófstörtuðu“ friðargöngu við setningu Ljósanætur: Umburðarlyndi undirstrikað HÁTÍÐIN SETT Nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins slepptu tvö þúsund blöðrum við setningu Ljósanætur. MYND/VÍKURFRÉTTIR REYKJAVÍK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að kanna kosti þess að selja bílastæðahús borg- arinnar til einkaaðila. Tillagan var lögð fram af fulltrúa Vinstri grænna og samþykkt með atkvæð- um hans og meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir að eðlilega reki margir upp stór augu þegar hugmyndir um einkavæð- ingu kvikna í herbúðum Vinstri grænna. Á tímum mikilla efna- hagsþrenginga ríði hins vegar á að sýna ábyrgð. „Bílastæðahús tilheyra í sjálfu sér ekki samfélagslegum verkefn- um,“ segir Þorleifur, og því geti verið eðlilegt, þegar verulegur nið- urskurður er fyrirséður hjá borg- inni, að kanna hvort annaðhvort megi spara fé eða afla þess eftir þessari leið. Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði sátu hjá við afgreiðsl- una og bókuðu fyrirvara við málið. Í henni segir að Samfylkingin hafi fyrirvara á slíkum einkavæðingar- áformum, enda sé augljóst að þau gætu leitt til stórhækkunar á bíla- stæðagjöldum í borginni. Þá sé vandséð hvernig hægt sé að skilja stefnu um verðlagningu og aðgengi að miðborginni frá rekstri bílastæðahúsa. - sh Borgarfulltrúi Vinstri grænna lætur kanna einkavæðingu bílastæðahúsa: Möguleg sala bílastæðahúsa skoðuð BÍLASTÆÐAHÚS Nú á að skoða hvort bílastæðahús borgarinnar skuli seld til einkaaðila. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Staðfest hefur verið að skipsflak sem Landhelg- isgæslan fann á um 90 metra dýpi á botni Faxaflóa nýverið er flak bandaríska strandgæsluskipsins Alexander Hamilton sem grandað var af þýskum kafbáti árið 1942. Þetta er niðurstaðan eftir að bornar voru saman mynd- ir af skipsskrúfum sem teknar voru með á mánudag og gögn frá bandarísku strandgæslunni. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Vísi að skipið hafi trú- lega verið það fyrsta sem Banda- ríkjamenn hafi misst eftir árás- ina á Pearl Harbour árið 1941. - bj Flak sögufrægs skips fundið: Staðfest með samanburði RÚSSLAND, AP Hæstiréttur Rúss- lands vísaði óvænt í gær til föð- urhúsanna úrskurði undirréttar og veitti fjölskyldu myrtu blaða- konunnar Önnu Politkovsköju heimild til að fara fram á víðtæk- ari rannsókn en áður hefur verið gerð í málinu. Politkovskaja var myrt í íbúð- arblokk í Moskvu haustið 2006. Hún hafði gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín fyrir mannrétt- indabrot í Tsjetsjeníu. Þrír menn hafa verið sýknaðir af minni háttar aðild að morðinu, en enn hefur enginn verið ákærð- ur fyrir sjálft morðið. Óvíst er hvort úrskurður Hæstaréttar verður til þess að málið verði rannsakað í þaula. - gb Morðið á Politkovsköju: Hæstiréttur vill nýja rannsókn ANNA POLITKOVSKAJA Morðinginn er enn ófundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TRÚMÁL Valnefnd Hafnarfjarðar- prestakalls ákvað í gær að leggja til að sr. Guðbjörg Jóhannesdótt- ir verði skipaður prestur í Hafn- arfjarðarprestakalli. Embættið veitist frá 1. október. Guðbjörg Jóhannesdóttir vígð- ist til Sauðárkróksprestakalls 5. ágúst 1998. Hún þjónaði þar í níu ár, eða til hausts 2007. Frá þeim tíma hefur hún meðal annars þjónað í Háteigskirkju, Selfoss- kirkju og Neskirkju. Guðbjörg er með MA-próf í sáttamiðlun og átakastjórnun frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Átta umsækj- endur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. - kh Nýr prestur í Hafnarfirði: Guðbjörg þjónar Hafnfirðingum 5.000 vagnar enn óskoðaðir Enn á eftir að skoða rúmlega 5.000 fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsi skráð fyrir árið 2005. Samkvæmt nýlegri reglugerð átti að skoða þá fyrir 1. ágúst síðastliðinn. Frestur hefur verið veittur til að láta skoða vagnana til 1. október, þegar vanrækslugjald verður lagt á eigendur þeirra. UMFERÐARMÁL ÍRLAND, AP Stuðningur við ríkis- stjórn Írlands hefur aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Stjórnmálamenn segja auknar líkur á að efnt verði til kosninga. Stuðningur við stjórnarflokk- inn Fianna Fáil, sem hlaut rúm- lega 40 prósent atkvæða í kosn- ingunum 2007, mælist nú aðeins um 17 prósent og hefur aldrei verið minni. Stuðningur við sam- starfsflokk þeirra, Græningja, mælist 3 prósent. Samanlagð- ur stuðningur við tvo stærstu flokkana í stjórnarandstöðu, Fianna Gael og Verkalýðsflokk- inn, mælist aftur á móti 58 pró- sent. Írland varð illa úti í fjár- málakreppunni og telur formaður Græningja líkurnar á að efnt verði til kosninga fara vaxandi. - bs Líkur á kosningum á Írlandi: Ríkisstjórnin aldrei óvinsælli GABON, AP Ali Bongo Ondimba, sonur nýlátins einræðisherra í Afríkuríkinu Gabon, Omars Bongo, var í gær lýstur sigur- vegari í forsetakosningum sem haldnar voru síðastliðinn sunnu- dag. Sautján frambjóðendur voru í kjöri, en Ondimba er sagður hafa fengið tæp 42 prósent atkvæða. Hann hafði mun meira fé til umráða í kosningabaráttunni en aðrir frambjóðendur. Töluverður órói hefur verið í landinu síðustu daga, meðan úrslita hefur verið beðið. Í gær beitti lögregla táragasi á hóp mót- mælenda. - gb Kosningaúrslit í Gabon: Sonur tekur við af föður sínum ALI BONGO ODIMBA Hafði meira fjármagn til kosningabaráttunnar en mótframbjóðendurnir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Maður sem hugðist ræna verslun í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- kvöld var gómaður áður en hann lét til skarar skríða. Óeinkennis- klæddir lögreglumenn sáu mann- inn grímuklæddan og með barefli og handtóku hann þegar í stað. Þá voru tveir unglingspiltar staðnir að búðarhnupli í verslun 10-11 í Glæsibæ í fyrrinótt. Þegar starfsmaður sá til þjófanna lögðu þeir á flótta en skildu þýfið eftir. - kh Þjófar staðnir að verki: Grímuklæddur ræningi gripinn KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.