Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 12
12 4. september 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Samkvæmt staðreyndabók
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA er peningamagnið (M1) á
jörðinni alls 12,3 billjónir banda-
rískra dala, eða 12.300 milljarðar
sé örlítið skiljanlegri tala notuð. Í
íslenskum krónum mælist þessi
fjárhæð rúmlega 1.500 billjónir.
Þetta er rúmlega þúsundföld
þjóðarframleiðsla Íslands.
Heimsframleiðslan mun,
samkvæmt sömu heimild, nema
62 billjónum dala, eða 7.700
billjónum íslenskra króna. Hlutur
Íslands í heimsframleiðslunni er
nálægt því að vera einn fimm-
þúsundasti, sem verður að teljast
nokkuð gott því jarðarbúar eru
20 þúsund fleiri en Íslendingar.
FRÓÐLEIKUR
PENINGAR Í HEIMINUM
„Þjóðfræðastofa hvílist aldrei og fram undan
er nokkuð þétt dagskrá hjá okkur í vetur,“ segir
Kristinn H. M. Schram, forstöðumaður Þjóð-
fræðistofu sem er á Hólmavík. Á laug-
ardaginn verður haldið málþing nyrðra,
Lífróður – málþing um hafið í sjálfsmynd
þjóðarinnar.
„Það má segja að nú séum við að
fara með aflann í kaupstað. Í vor og
sumar buðum við, í samvinnu
við Hafnarborg, upp á lista- og
fræðimannaverbúð. Fólk kom
hingað og vann að list sinni og
fræðum, ræddi við sjómenn og
fór á sjóinn og kynntist lífinu í
sjávarplássi. Í kjölfarið höldum
við málþing á laugardaginn
þar sem afraksturinn verður
skoðaður. Hingað komu alls
kyns lista- og fræðimenn, fólk
með ólíkan bakgrunn, og viðaði að sér efni sem
það nýtti á mjög mismunandi hátt.
Við veltum því fyrir okkur hvernig hafið birtist
í sjálfsmynd Íslendinga og orðræðunni, hafið
sem myndmál og raunverulegt fyrirbæri sem
umkringir okkur og er hluti af okkar daglega
lífi með einum eða öðrum hætti.“
Þjóðfræðastofa hefur starfað í rúmlega
ár og Kristinn segir reynsluna vera góða.
Þó að harðnað hafi á dalnum horfi
menn bjartsýnir til framtíðar, enda á
góðum grunni að byggja.
„Fram undan er síðan haust-
þing Þjóðfræðastofu og í kjölfarið
höldum við húmorsþing. Þá erum
við að klára heimildarmynd um
slóðir Gísla sögu Súrssonar.
Þar að auki er hér unnið að
rannsóknum og kennslu árið
um kring.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTINN H. M. SCHRAM FORSTÖÐUMAÐUR ÞJÓÐFRÆÐISTOFU
Undirbýr húmorsþing og önnur þing
„Mér líst bara mjög
vel á þetta, það er er
nóg af auðn á Íslandi,“
segir Bjargey Ólafsdóttir
myndlistarmaður um
þá frétt að undirlendi
Íslands verði skógi
vaxið vegna minnk-
andi beitar og hlýrra
loftslags. „Náttúran er
að sá sér sjálf og það er
stórkostlegt, hún er bara
að leika sér. Það veitir
líka ekki af því að binda
sandana hérlendis, þá
minnkar uppblásturinn.“
Bjargey segist þó vera
ansi háð víðáttunni á Íslandi en
hefur ekki áhyggjur af því að hún
sé úr sögunni. „Regluleg eldgos sjá
alveg um að við höfum næga auðn
og sanda. Íslenski
skógurinn er líka svo
lágvaxinn yfirleitt
að minnsta kosti í
samanburði við þá
skandinavísku. Ég hef
verið mikið í Finnlandi
og farið í göngutúra
og útilegur í skógum
þar, sem er frábært.
En ég þurfti að venjast
skóginum í fyrsta
skipti sem ég kom til
Finnlands. Þá fór ég
til vinkonu minnar í
Mið-Finnlandi sem var
að fá íslenska hesta.
Ég og hestarnir vorum mjög fælin í
fyrstu útreiðartúrunum í skóginum.
Hvorki ég né þeir vorum vön öllum
þessum trjám.“
SJÓNARHÓLL
ÍSLAND VIÐI VAXIÐ
Stórkostlegar fréttir Dyggðin dýra er nafnið á samvinnuverkefni Laug-
arneskirkju, Vinnuskólans
og Laugalækjarskóla sem
fram hefur farið í sumar.
Unglingar úr 9. og 10. bekk
lærðu stuttmyndagerð og
verður afraksturinn frum-
sýndur á sunnudag.
„Ég er ótrúlega ánægð með útkom-
una úr þessu starfi, og ekki síst
krakkanna vegna. Þeir lærðu mjög
mikið á þessu og voru svakalega
duglegir,“ segir Helena Stefáns-
dóttir kvikmyndagerðarkona. Hel-
ena og Arnar Steinn Friðbjörns-
son, eiginmaður hennar, hafa í
sumar leiðbeint unglingum úr 9.
og 10. bekk Laugalækjarskóla við
stuttmyndagerð. Afraksturinn,
þrjár stuttmyndir sem allar fjalla
á einhvern hátt um dyggðir, verð-
ur frumsýndur í Laugarásbíói á
sunnudaginn klukkan 12.30.
Verkefnið, sem tók sex vikur í
sumar, ber titilinn Dyggðin dýra
og var unnið í samvinnu Laugar-
neskirkju. Helena segir tilurð
verkefnisins þá að kirkjan hafi
fengið myndarlegan styrk, frá
aðilum sem ekki vilja láta nafns
síns getið, til að nota í unglinga-
starf. „Það var haft samband við
okkur í því augnamiði, þar sem
við höfum unnið mikið með ung-
mennum á þessu sviði. Krakkarn-
ir voru á launum hjá Vinnuskólan-
um og áttu því kost á því að eyða
sumrinu í að læra kvikmyndagerð
í stað þess að reyta arfa. Við tókum
inn fimmtán krakka, sem er mjög
passleg stærð. Allt var tekið fyrir,
frá hugmyndavinnu til frumsýn-
ingar og allt þar á milli. Við byrj-
uðum á því að hitta Gunnar Her-
svein heimspeking, sem ræddi
við krakkana um dyggðir, og svo
spruttu handritin út frá því. Við
ákváðum strax í byrjun að hafa
þetta eins mikið „alvöru“ og hugs-
ast gat,“ segir Helena.
Spurð hvort eitthvert framtíðar-
hæfileikafólk leynist í þessum
fimmtán manna hópi segir Helena
það vera alveg á hreinu. „Sumir
höfðu bara gaman af þessu en aðrir
tóku þessu gríðarlega alvarlega og
vildu læra allt frá a til ö. Krakk-
arnir eru svo frjóir og skemmtileg-
ir að ég þurfti lítið að troða mínum
hugmyndum inn í handritin.“
Séra Hildur Eir Bolladóttir,
prestur í Laugarneskirkju, segir
starfið í sumar hafa gengið fram-
ar vonum. „Krakkarnir voru svo
áhugasamir að þeir víluðu ekki
fyrir sér að vinna mun fleiri stund-
ir en samningar sögðu til um til
þess að tryggja að allt gengi upp.
Það er alveg á hreinu að fram-
hald verður á þessu starfi. Þetta
verður endurtekið næsta sumar,“
segir Hildur Eir Bolladóttir. Hún
tekur fram að allir séu velkomnir
á frumsýninguna í Laugarásbíói á
sunnudag. kjartan@frettabladid.is
Stuttmyndir í stað arfans
SAMHENTUR HÓPUR Hluti hópsins sem vann að stuttmyndagerð í sumar. Efri röð
frá vinstri: Brynjar, Haraldur Ari, Arnar Steinn leiðbeinandi, Ragnar, Grétar, Aldís og
Karítas. Neðri röð frá vinstri: Helena leiðbeinandi, Guðmundur, Óskar og Mona.
BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR
Tveir sporðdrekar slæddust hingað
til lands nýlega með ferðamönnum
sem komu frá Frakklandi. Annar
lifði ferðalagið af og eignaðist um
20 afkvæmi eftir að honum var
komið í hendur Náttúrufræðistofn-
unar Íslands.
„Fólkinu varð auðvitað talsvert
um, en hélt ró sinni og það náðist að
fanga sporðdrekann,“ segir Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Um er að ræða svokallaða týtu-
s porðdreka sem lifa aðallega í
Suður-Evrópu, að því er fram
kemur á svokölluðum pödduvef
Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Týtusporðdrekar eru yfirleitt
á bilinu 3,5 til 4,5 sentimetrar að
lengd og frjósami sporðdrekinn
sem nú hefur stofnað fjölskyldu hér
á landi var því í minni kantinum,
um 3,5 sentimetrar. Sporðdrekarn-
ir fæða lifandi unga og eyðir ung-
viðið fyrstu dögunum á baki móð-
urinnar.
Eitrið í broddum týtusporðdreka
er ekki talið hættulegt mönnum,
utan þeim sem eru með ofnæmi,
svipað og segja má um stungur
geitunga. Engar líkur eru á því að
sporðdrekar af þessari tegund geti
numið hér land sökum kulda, segir
Erling.
Framtíð ferðalangsins og
afkvæma hans hér á landi er sem
stendur í óvissu, en Erling segist
afar tregur til að aflífa dýrin. Litla
fjölskyldan mun því fá að dafna
eitthvað áfram í öruggri geymslu
hjá Náttúrufræðistofnun þar sem
Erling getur fylgst með þessum
forvitnilegu nágrönnum.
Erling segir sporðdreka ekki
finnast hér á landi og afar sjaldgæft
sé að þeir berist hingað. Sjálfur
muni hann aðeins eftir einu tilviki.
Sporðdrekarnir eiga þó fjarskylda
ættingja hér á landi, til dæmis svo-
kallaða húsadreka, sem minna á
sporðlausa sporðdreka, og finnast
í skúmaskotum á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar. - bj
Tveir sporðdrekar slæddust til Íslands með ferðamönnum frá Suður-Frakklandi:
Eignaðist 20 afkvæmi á Íslandi
FERÐALANGAR Týtusporðdrekar bera ungviðið á bakinu fyrstu ævidaga þess og það
gerði flakkarinn sem kom hingað til lands einnig. MYND/ERLING ÓLAFSSON
Það fossar blóð …
„Ég veit ekki hvort einhver
ríkisbankinn, sem er að hirða
úr fólki blóð og taugar, sé
tilbúinn að lána pening til að
kaupa þetta.“
BUBBI MORTHENS SEM VILL KAUPA
AFTUR HÖFUNDARRÉTTINN Á
LÖGUNUM SÍNUM.
Fréttablaðið, 3. september.
En meðmæli?
„Það er alveg á hreinu að
hann er ekki velkominn í
vinnu hjá okkur aftur.“
JÓN HALLDÓRSSON, FRAM-
KVÆMDASTJÓRI SÖLUSVIÐS OLÍS,
UM AFGREIÐSLUMANN OLÍS SEM
ÆRÐIST Í VINNUNNI OG RÉÐST Á
VIÐSKIPTAVINI.
Fréttablaðið, 3. september.
ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA
MEÐAL MÖGULEIKA:
REYKSKYNJARI
VATNSSKYNJARI
HITASKYNJARI
GASSKYNJARI
ÖRYGGISHNAPPUR
www.sm.is
ÞITT ÖRYGGI
ÞAÐ BORGAR SIG UPP Á SKÖMMUM TÍMA AÐ
EIGA KERFI Í STAÐ ÞESS AÐ LEIGJA ÞAÐ OG
BORGA MÁNAÐARGJÖLD UM ALDUR OG ÆVI
EINFALT
ÖRUGGT
ÓDÝRT