Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is frá degi til dags FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is fréttastjórar: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is menning: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is Viðskiptaritstjóri: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is Helgarefni: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is allt og sérblöð: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is íþróttir: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is ljósmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðslustjóri: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. stjórnarformaður: Ingibjörg S. Pálmadóttir forstjóri og Útgáfustjóri: Ari Edwald ritstjóri: Jón Kaldal jk@frettabladid.is aðstoðarritstjóri: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 16 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Síðustu vikur hefur landflótti Íslendinga vegna efnahags- ástandsins hér á landi verið áberandi í umræðunni. Í fjöl- miðlum hafa birst viðtöl við einstaklinga sem telja sér ekki annað fært en að flytja úr landi í leit að betra lífi. Hvergi hefur verið talað um að þessir ein- staklingar tilheyri nú hópi inn- flytjenda í því landi sem þeir flytja til enda flestir líklega á leið til Noregs eða Danmerkur. Ólíkt raunveruleika innflytj- enda á Íslandi þá hafa innflytj- endur í Noregi og Danmörku (þ.á m. Íslendingar) aðgang að ókeypis tungumálakennslu sem gerir þeim auðveldara um vik að aðlagast. Það er eins og margir átti sig ekki á þeirri staðreynd að Ísland er hluti af evrópskum atvinnumarkaði og því fylgja ekki eingöngu réttindi heldur líka skyldur. Það þýðir ekki bara það, að Íslendingar geti nýtt sér þennan atvinnumarkað og flutt erlendis í von um betra líf, held- ur líka að þeir sem hingað flytja og greiða sína skatta og skyld- ur hér eiga rétt á aðgengi að íslensku samfélagi. Í efnahagslegri uppsveiflu síð- ustu ára fluttist hingað til lands fjöldi útlendinga í leit að betra lífi. Því miður var tilhneiging til að líta á þá sem einn hóp, eða „vinnuafl“ í stað einstaklinga. Nú þegar harðna tekur á dalnum hverfa margir þessara einstakl- inga af landi brott en alls ekki allir, enda hafa margir að engu að hverfa í sínu heimalandi. Margir hafa keypt hér húsnæði og búið sér og fjölskyldu sinni gott líf, en margir eru hrein- lega í sömu húsnæðisfjötrum og aðrir íbúar landsins. Þeir kom- ast því ekki burt þó þeir fegnir vildu. Þessir einstaklingar áttu stóran þátt í að halda grunn- stoðum samfélagsins gangandi með því að taka að sér störf sem Íslendingar litu ekki við og hafa þar að auki greitt skatta til sam- félagsins og unnið sér inn rétt- indi til atvinnuleysisbóta eins og aðrir þegnar þessa lands. Með því að líta á þá sem hing- að fluttust eingöngu sem nauð- synlegt „vinnuafl“ var sjaldnast gerð krafa um íslenskukunn- áttu. Aðgengi að námskeiðum var takmarkað og langur vinnu- dagur gerði mörgum þeirra ókleift að sækja þau námskeið sem þó voru í boði. Eftir þrýst- ing frá stofnunum sem vinna að málefnum innflytjenda veittu stjórnvöld loks fjármagn til íslenskukennslu árið 2007 og sú „sprenging“ sem varð á nám- skeiðahaldi í framhaldi af því sýnir hversu þörfin var mikil. Í ár hefur þetta fjármagn verið skert það mikið að nánast má segja að við séum aftur komin á byrjunarreit. Það er lýsandi fyrir veika stöðu innflytjenda hér á landi að þessi niðurskurð- ur hefur verið nánast gagnrýn- islaus. Innflytjendur sjálfir eru tregir til að gagnrýna aðstæð- ur sínar af ótta við viðbrögð Íslendinga og margir þeirra hafa sagt mér að þeir upplifi að þeir hafi „ekki rétt“ til að gagn- rýna íslenskt samfélag. Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka voru erlendir ríkisborgarar í lok júní 11,8% þeirra sem skráðir voru án atvinnu en í byrjun árs voru erlendir ríkisborgarar 16,5% atvinnulausra í landinu. Miðað við það mat Vinnumálastofn- unar að nálægt 9.000 erlendir ríkisborgar séu nú á innlend- um vinnumarkaði er atvinnu- leysi meðal erlendra ríkisborg- ara hér á landi nú um 20%. Í starfi mínu hjá Jafnréttishúsi í Hafnarfirði hef ég kynnst aðstæðum atvinnulausra inn- flytjenda af eigin raun og ekki fer á milli mála að þessi hópur stendur höllum fæti á vinnu- markaðnum. Í auglýsingum um atvinnu í boði sjást nú oftar kröfur um íslenskukunnáttu, jafnvel í störfum eins og ræst- ingum. Konur af erlendum upp- runa segja mér að þrátt fyrir að tala þokkalega íslensku og hafa unnið árum saman við ræsting- ar þá sé þeim nú hafnað hvað eftir annað á þeirri forsendu að þær tali ekki nógu „góða“ íslensku. Það segir sig sjálft að ein- staklingur á atvinnuleysisbót- um hefur varla efni á því að greiða 25.000 krónur fyrir eitt íslenskunámskeið. Þó svo þeir sem greitt hafa í stéttarfélag fái hluta námskeiðsins endur- greiddan eru margir sem geta hreinlega ekki lagt út fyrir námskeiðsgjaldinu. Nær væri að þessi námskeið séu ókeypis fyrir atvinnulausa útlendinga. Ef ekkert verður að gert til að aðstoða íbúa af erlendum upp- runa við að aðlagast íslensku samfélagi er hætta á að stór hluti þeirra einangrist í sam- félaginu og fordómar í þeirra garð aukist, oft með skelfilegum afleiðingum. Höfundur er mannfræðingur og starfsmaður Jafnréttishúss í Hafnarfirði. N úningsfletir Íslands og Kanada hafa verið nokkr- ir á liðnu sumri. Hvergi á byggðu bóli utan eyjar- innar okkar eru íslenskir menn fleiri en í Kanada, þessu víðfeðma og volduga ríki, þar sem margir áar okkar festu ból fyrir rúmri öld. Fullyrt er að menn af íslenskum uppruna séu þar í landi nær sjö af hundraði þegna Kanada. Enn leita aldraðir menn og ungir þangað vestur til að sækja afkomendur íslenskra landnema heim. Kanadamenn brugð- ust snögglega við þegar harðnaði á dalnum hér snemma í Hruna- dansinum og buðu starfandi höndum íslenskum vinnu vestanhafs. Við eigum þar frændgarð, vini og bandamenn í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Á miðju sumri tók gildi fríverslunarsamningur milli ríkjanna. Hann hefur farið furðu hljótt en með honum opnast markaðir í báðum löndunum sem nú er kostur að sinna ef menn í framleiðslu og viðskiptum grípa tækifærið. Menningarsamskipti við Kanada hafa verið allt of lítil. Þangað eigum við sækja meira. Landshættir, hin hörðu lífsskilyrði norð- ursins, ættu að tengja okkur í sameiginlegum viðfangsefnum. Það eru fleiri en Baggalútur sem gætu grætt og gefið í samskiptum við fjölþjóðasamfélagið kanadíska. Kanada hefur eitt fárra ríkja borið barr sitt í gerningaveðri fjár- málaheimsins liðin misseri. Hvað getum við af Kanadamönnum lært svo vörnum megi koma við græðgisöflum heima og heiman? Hingað hefur nýlega sótt kanadískt fyrirtæki í orkugeirann og veldur miklum deilum eftirsókn þaðan í auðlindir okkar. Áður höfum við sótt grimmilega á Nýfundnalandsmið sem nú eru upp- urin og eydd. Hvað getum við lært af þeirra mistökum í skefja- lausum togveiðum? Utanríkisráðherra Íslands sótti okkar fólk í Kanada heim í sumar, sat þar veislur og lék við hvern sinn fingur enda aufúsu- gestur hvar sem hann kemur sökum glaðlyndis og lifandi áhuga á umhverfi sínu. Samt lét hann undir höfuð leggjast að nýta ferð sína til heimsókna til ríkisstjórnar Kanada þar sem færi var á að gera mönnum vestra grein fyrir stöðu okkar nú. Kanada, Alaskafylki Bandaríkjanna, Grænland, Ísland og Nor- egur mynda brátt gátt um norðurleiðirnar nýju. Möguleg inn- ganga Íslands inn í Evrópubandalagið færir bandalagslöndunum á gullfati aðgang að hliðvörslu á þessari mikilvægu og arðbæru verslunarleið, og um leið dagleið frá nýju bandalagslandi að námu- auðæfum Grænlands á austurströnd þeirrar köldu álfu. Íslensk stjórnvöld eiga að kappkosta næstu árin að halda sem mestu og bestu sambandi og samstarfi við Kanadastjórn til að undirbyggja og styrkja bönd sem ekki verða frá okkur tekin þótt líflínan suður til meginlands Evrópu verði styrkt. Yfir haf og lönd: Ísland - Kanada páll baldVin baldVinsson skrifar Kanada, Alaskafylki Bandaríkjanna, Grænland, Ísland og Noregur mynda brátt gátt um norðurleiðirn- ar nýju ... hliðvörslu á þessari mikilvægu og arðbæru verslunarleið.. Vinnuafl eða fólk? guðlaug björnsdóttir í dag | Málefni innflytjenda nýstalínismi? Andrés Magnússon, blaðamaður Við- skiptablaðsins, skammast út í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, fréttamann RÚV, fyrir að kalla Hannes Hólmstein Gissurarson nýfrjálshyggjumann. Það sé 20 ára gamalt delluhugtak, samið til að ófrægja frjálshyggj- una. Leggur Andrés þetta að jöfnu við að Rósa Björk væri kölluð stalínisti vegna þess að hún hefði verið í framboði fyrir Vinstri græna. Hvað á Andrés við? Er stalínismi líka delluhugtak, slegið til að ófrægja vinstri menn? Það hefur hvorki aftrað honum né Hannesi Hólmsteini frá því að nota hugtakið í gegnum tíðina. í edenslundi Andrési Jónssyni, almannatengli almannatengla á Íslandi, er mikið niðri fyrir vegna þeirrar ákvörðunar nýrra eigenda Eden í Hveragerði að breyta nafninu í Iðavelli. Með þessu sé verið að kasta einu frægasta vörumerki landsins fyrir róða. En fer ekki bara vel á því að Eden skipti nú um nafn, því rétt eins og Adam voru Íslend- ingar ekki lengi í paradís. frjó umræða Egill Helgason sjónvarpsmaður og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skiptast á orðum þessa dagana. Í gær skrifaði Björn: „Egill Helgason telur, að athugasemd mín hér á síðunni í gær um íhlutun OECD í íslensk inn- anríkismál byggist á því, sem hann kallar „móðgunargirni“. Ef ég ætti að finna eitthver gildishlaðin orð yfir þessa skoðun Egils dytti mér í hug „minnimáttarkennd“ eða „útlend- ingasmjaður“.“ Svo segir fólk að umræðan á Íslandi sé ekki háu plani. bergsteinn@ frettabladid.is umræðan Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla) skrifar um menningarverðmæti Á tímum erfileika og örbirgðar sem fylgdu Skaftáreldunum voru margir gripir sem telja má til þjóðagersema fluttir úr landi. Hingað komu erlendir menn sem nýttu sér fátækt og andvaraleysi lands- manna og keyptu listhandverk og gamla kirkjugripi. Hluti af þessu skilaði sér síðar inn á söfn í Evrópu, annað hvarf fyrir fullt og allt. Í byrjun sumars sendi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins flokkssystur minni Jóhönnu Sigurðadótt- ur forsætisráðherra áskorun um að selja myndverk sem nú er í eigu bankanna. Rök hans voru þau að það þurfi að leita „skynsamlegra“ leiða til að afla fjár fyrir ríkiskassann. Þegar flokkur þingmanns- ins og Framsóknarflokkurinn seldu einkavinum sínum ríkisbankana fylgdu með listverkin sem voru í eigu þjóðarinnar. Ekki voru þau metin til fjár heldur virðist hafa gleymst að undanskilja þau og koma þeim til Listasafns Íslands. Ef hugmynd- ir þingmannsins ganga eftir, bíða verk- anna sömu örlög og þess sem gerðist í kjöl- far Skaftáreldanna, að erlendir aðilar fái þau á tombóluverði. Eins og sýning sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands á nokkrum verka bankanna ber með sér eru þau mörg hver þjóðargersemar og því er það skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau verði aftur í sameiginlegri eigu landsmanna. Þann 2. september birtist auglýsing frá þekktu dönsku uppboðshúsi þar sem m.a. er leitað eftir verkum Kjarvals, Ásgríms, Jóns Stefánssonar og Ólafs Elíassonar. Eig- endum slíkra verka er boðið að mæta í „Konung- lega danska sendiráðið“. Þar verði verkin metin. Uppboðshaldarinn lofar „besta verðið á markaðn- um ásamt skjótu uppgjöri“. Einnig sé hægt að fá verkin metin í heimahúsum. Minnir þetta óneitan- lega á þá tíma sem hér var minnst á að framan. Þá er erlendir kaupahéðnar buðu þurfandi almenningi gullpeninga fyrir menningarverðmæti. Verðmæti sem svo sannarlega hefðu aldrei átt að fara úr landi. Við skulum vona að það sama verði ekki upp á teningnum nú. Höfundur er myndlistar- og stjórnmálakona. Menningarverðmæti á tombólu guðrÚn erla geirsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.