Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 46
34 4. september 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. sæti, 6. járnstein, 8.
liðamót, 9. iðn, 11. tímaeining, 12.
rabb, 14. gimsteinn, 16. kallorð, 17.
skel, 18. kærleikur, 20. umhverfis, 21.
eignarfornafn.
LÓÐRÉTT 1. stagl, 3. eftir hádegi, 4.
snautaðu, 5. sérstaklega, 7. mjólkur-
sykur, 10. æxlunarkorn, 13. herma,
15. lappi, 16. rámur, 19. tveir eins.
LAUSN
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8
1 Á þriðja hundrað.
2 15.480.
3 Júlíus Kemp.
LÁRÉTT: 2. sess, 6. al, 8. hné, 9. fag,
11. ár, 12. skraf, 14. tópas, 16. hó, 17.
aða, 18. ást, 20. um, 21. sitt.
LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. eh, 4. snáfaðu,
5. sér, 7. laktósi, 10. gró, 13. apa, 15.
sami, 16. hás, 19. tt.
„Ég fæ mér alltaf lýsi og AB-
mjólk. Svo fæ ég mér kaffi latte
og hugsanlega brauðsneið með.
Þetta er mikilvægasta máltíð
dagsins og ég gef mér mikinn
tíma í hana.“
Hilmar Oddsson leikstjóri.
„Það er búið að sækja um einkaleyfi fyrir þessu í
öllum helstu ríkjum heims,“ segir Egill Fannar Reyn-
isson. Egill og bróðir hans Guðmundur Gauti, eigend-
ur Betra baks, eru hluthafar í fyrirtæki sem fram-
leiðir nýtísku karlmannsnærbuxur, Frigo, þar sem
kynfærin eru geymd í sérhönnuðum poka sem dreg-
ur úr rakamyndun.
Risastór auglýsingaherferð fyrir nærbuxurnar
hefst í Bandaríkjunum fyrir jól með ruðningskapp-
anum Tom Brady og hafnaboltamanninum Alex
Rodrigues, fyrrverandi kærasta Madonnu, í farar-
broddi. Buxurnar voru fyrst kynntar á söluráðstefnu
í London þar sem Edelman, sem er eitt stærsta aug-
lýsingafyrirtæki heims, var fengið um borð. „Þeir
bara féllu fyrir þessu,“ segir Egill. „Einkaleyfið
er þessi poki sem er inni í nærbuxunum sem held-
ur pungnum frá líkamanum þannig að það er lægra
hitastig í honum. Þetta hjálpar líka vestræna heimin-
um í sáðfrumu-framleiðslunni og er þegar orðið mjög
vinsælt meðal íþróttamanna.“ Ítalska knattspyrnulið-
ið Inter er til að mynda farið að nota buxurnar eftir
að fyrrverandi leikmaður liðsins, Zlatan Ibrahimov-
ic, reið á vaðið og byrjaði að spila í þeim.
Egill og Guðmundur keyptu tíu prósenta hlut í fyr-
irtækinu fyrir tveimur árum en það var Svíinn Peter
Soderstrom sem átti hugmyndina. „Þetta var mjög
stór fjárfesting og áhætta á sínum tíma en við höfð-
um ofsalega trú á þessu. Það kom á daginn og þetta
er að slá í gegn erlendis. Puma og stórir aðilar hafa
sýnt þessu mikinn áhuga og vilja gera samning um
að setja þetta í íþróttabuxur og annað,“ segir Egill.
„Það er meira að segja búið að bjóða í hlutinn okkar,
helmingi meira en við lögðum í þetta. Okkur hefur
verið ráðlagt að liggja aðeins á þessu.“ - fb
Eiga hlut í nýtísku nærbuxum
BRÆÐUR Í ÚTRÁS Bræðurnir Egill Fannar og Guðmundur Gauti
Reynissynir framleiða nýtísku karlmannsnærbuxur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta er alvöru „sit-com“, vænt-
anlega verður myndverið byggt
úti á Korputorgi þar sem Fanga-
vaktin var tekin upp. Síðan verða
tvö hundruð áhorfendur í sal, þetta
verður tekið upp fyrir „live studio
audience“,“ segir Bjarni Haukur
Þórsson leikstjóri. Bjarni mun leik-
stýra sjónvarpsþáttaseríunni Hjá
Marteini sem áætlað er að fari í loft-
ið fyrir jól á RÚV. Tökur hefjast í
lok þessa mánaðar.
Svo skemmtilega vill til að aðal-
hlutverkið verður í höndum Jóhann-
esar Hauks Jóhannessonar sem
frumsýndi nýja útgáfu af Hellis-
búanum í Íslensku óperunni í gær-
kvöldi, sama hlutverk og Bjarni
Haukur lék með eftirminnilegum
hætti fyrir nokkrum árum. Bjarni
vill ekki gera mikið úr þessari
sögulegu staðreynd en hann hefur
augljóslega mikið álit á Jóhannesi.
Jóhannes virðist hafa úr nægu að
moða þessa dagana. „Nýr Laddi?
Nei, hann er allt öðruvísi, hann
hefur þetta kæruleysislega útlit,
þetta er alveg gæinn sem gæti búið
við hliðina á manni. Fyrst og fremst
er hann bara góður leikari og smell-
passar í hlutverkið.“
Sjónvarpsþættirnir fjalla um
Martein sem er ósköp venjulegur
meðaljón og er nýbyrjaður að búa
með sinni spúsu en Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir mun leika hana. „Þetta
er um samskipti þeirra og þeirra
árekstra sem oft vilja verða þegar
fólk byrjar að búa saman.“ Til að
gera hlutina ögn flóknari þá sitja
skötuhjúin uppi með þriðja hjólið í
sambandinu, Lárus Pál, sem álítur
sig guðsgjöf til íslenskrar leiklist-
ar og er æskuvinur Marteins. „En
hann er sennilega versti leikari sem
sögur fara af, hann er meðal ann-
ars að leika í neðanjarðarútgáfu
af Hamlet og verður ástfanginn
af leikkonunni sem leikur móður
hans,“ útskýrir Bjarni en Kjartan
Guðjónsson mun leika Lárus Pál.
Hjá Marteini er byggt á sjónvarps-
þáttum sem Bjarni leikstýrði fyrir
norska sjónvarpið. Og leikstjórinn
hefur gengið með það lengi í mag-
anum að koma þeim hingað til lands.
„Þetta er í fyrsta skipti sem notast
er við lifandi áhorfendur í íslensku
sjónvarpi og þess vegna hafa menn
verið svolítið tregir til. Það tók mig
allavega tvö ár að sannfæra fólk um
að þetta væri raunhæft.“
freyrgigja@frettabladid.is
BJARNI HAUKUR: TEKUR UPP NÝJA ÞÆTTI MEÐ ÁHORFENDUR Í SAL
Hellisbúar gera grínþætti
HELLISBÚAR SAMEINAST Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir Jóhannesi Hauki Jóhannessyni í gamanþáttunum Hjá Marteini. Bjarni
sló í gegn í hlutverki Hellisbúans um árið og í gærkvöld var frumsýnd ný leikgerð þar sem Jóhannes Haukur fetar í fótspor hans.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
„Þetta gerðist í vor,“ segir Egill Örn
Rafnsson trommuleikari sem er
hættur í hljómsveitinni Sign.
Egill kýs að tjá sig ekki
um brotthvarfið sem kom í
kjölfar þess að Sign hafnaði
fimm platna samningi við
þýsku útgáfuna JKP. Ragn-
ar Sólberg, bróðir Egils,
gat ekki skrifað undir
samninginn af ótta
við að frelsi hans
sem tónlistar-
maður myndi
skerðast.
Arnar
Grétarsson,
gítarleik-
ari Sign,
segir að
samningurinn sem var í boði hafi
verið „ágætlega góður“. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma
að hljómsveitin hefði verið
vel sett fjárhagslega næstu
ár, hefði hún skrifað undir.
„Það voru tvær útgáfur að
berjast um okkur,“ segir
Arnar. „Það endaði með því
að eftir að Ragnar hafði hugs-
að málið lengi þá komst hann að
því að hann gæti ekki afsalað
sér réttindum sínum.“ Arnar
tekur sem dæmi að Ragnar
hefði væntanlega ekki getað
tekið að sér að syngja í auglýsingu
Vodafone í Þýskalandi, sem er nú
sýnd þar í landi.
Sign hefur verið ein duglegasta
hljómsveit landsins síðustu ár og
sent frá sér fjórar plötur. Hljóm-
sveitin hefur verið ötul við spila-
mennsku, bæði heima og erlendis,
og vakið talsverða athygli. JKP-
útgáfan er í eigu þýsku hljómsveit-
arinnar Die Toten Hosen, sem er
gríðarlega vinsæl í heimalandi sínu.
„Það eru góðar fréttir í þessu líka,“
bætir Arnar við. „Við erum búnir
að ákveða að gefa út íslenska plötu
á næsta ári. Þungarokk á íslensku.
Sign á íslensku
aftur – eins
og í gamla
daga, fyrir
mína tíð í
hljómsveit-
inni.“ - afb
Sign hafnaði stórum samningi í Þýskalandi
HÆTTUR Egill Rafnsson sagði
skilið við Sign eftir að bróðir
hans vildi ekki gera samning við
þýskt útgáfufyrirtæki.
ENGAR KVAÐIR Ragnar Sólberg vildi ekki
skrifa undir samning sem skerti frelsi
hans sem tónlistarmaður.
Diskó
Friskó
Það eru ekki bara
indverskir kvik-
myndagerðarmenn
við upptökur hér
á landi sem
eru ánægðir
með matinn á
Austur-Indía-
félaginu. Íbúar
við Hverfisgötu
hafa tekið eftir
því að bifreið forseta Íslands er
oft lagt fyrir utan veitingastaðinn,
síðast á þriðjudagskvöld. Forseta-
hjónin Dorrit Moussaieff og
Ólafur Ragnar Grímsson eru alltaf
jafn ánægð með matinn þar.
Rithöfundurinn
Steinar Bragi sló í
gegn með bók sinni,
Konur, á síðasta
ári. Gagnrýnendur
kepptust við að
hlaða hana lofi og
bókin seldist vel í
kjölfarið. Ný bók
Steinars Braga
er væntanleg
hjá Forlaginu.
Ber hún heitið
Himinninn yfir Þingvöllum og ku
sverja sig í ætt við síðasta verk
hans. Forlagsmenn hafa ákveðið að
meðlimir í kiljuklúbbnum Uglunni
fái fyrstir að komast yfir eintak af
bókinni. Þeir geta lesið bókina í
þægilegu kiljuforminu á meðan
aðrir lestrarhestar þurfa að bíða
fram að jólavertíð til að næla sér í
innbundið eintak.
Meira af Forlaginu. Þar á bænum
er ekki krepputal og í næstu viku
mun Jóhann Páll Valdimars-
son útgefandi vígja nýtt 3.000
fermetra húsnæði fyrirtækisins úti
á Fiskislóð. Þar verður lager JPV og
Eddu loks sameinaður og
auk þess verður verslun
útgáfunnar flutt þang-
að. Skrifstofur fyrirtæk-
isins verða þó áfram á
Bræðraborgarstíg enda
ómögulegt að láta kan-
ónur í rithöfundasétt
flækjast út á Granda
þegar þær kíkja á
útgefandann í kaffi.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI