Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 18
54 - Frá liðnum dögum - Fyrir aldarfjórðungi var margt á annan veg en nú gerist og það svo, að vart verður trúnaður á lagður. Samt sem áður eru margir enn á lífi og í fullu f jöri, sem voru það einnig þá, en viðhorf þeirra og umhverfi er eins og af öðrum heimi nú og má rekja orsakir þess til margháttaðra straumhvarfa í menningarmálum vorum og efnahagsmálum, svo sem aðfalla og útfalla í hinum síbreytilegu velmegunaraðstæðum. Það er ofboð augljóst mál, að grundvölluð þekking á slík- um síbreytileik í innra og ytra lífi þjóðar vorrar er öllum harla nytsamleg, enda er þetta eiginlega sérstök fræðigrein, sem hefur þann kost, að allir geta lagt stund á hana, er eitt- hvað muna aftur í tímann, en til þess þarf maður helzt að vera kominn á fullorðinsár eða hafa aðgang að hinum ýmsu heimildum, sem nothæfar eru í þessum tilgangi, en þær eru ákaflega umfangsmiklar og getur þetta allt því orðið ótæm- andi rannsóknarefni, því alltaf bætist við. Aldarf jórðungur er að vísu ekki langur tími, en þó fyrnist margt og gleymist á þeim tíma, ef það er ekki rifjað upp við og við. Heil öld er að sjálfsögðu mikið lengri, en til þess að rannsaka svo gamla atburði þarf mikla þjálfun og læt ég því, að þessu sinni, styttra tímabilið nægja, enda er ekki lengra síðan að sá atburður gerðist, sem ég ætla að segja frá. Svo er líka eiginlega frekar stutt síðan ég fór að leggja stund á þjóð- leg fræði og leiknin því ekki mikil. Fyrir aldarfjórðungi var höfuðstaður vor allmiklu minni um sig en nú og er hægt að finna óyggjandi sannanir fyrir því. Nú standa glæsilegar villur í röðum, þar sem áður var talað um nærsveitir eða því sem næst, og auk þess hafa menn nú í seli út um allar jarðir í næstu sýslum og kalla sumarbú- staði, vegna þess að ekki er búið í þeim á vetrum, en þetta var áður óþekkt og er skiljanlega erfitt að rannsaka sögu slíkra stökkbreytinga. Þá voru melarnir t. d. bara melar eða nokkurs konar eyðimörk og jafnvel foræði, þegar mikið var um rigningar og þar af leiðandi bleytu. Þó var ekki örgrannt um, að sumir yrðu að taka sér aðsetur við þessi takmörk hins byggilega heims og jafnvel fara yfir þau, sem ekki þótti glæsilegt og erfitt var það, þegar engir strætisvagnar voru til, en aftur á móti var stopp slíkra farartækja aldrei neitt áhyggjuefni, því allir fóru fótgangandi, það sem þeir fóru, en þetta breyttist gersamlega, þegar tímar liðu. Einn af þessum landnámsmönnum úthverfanna var skó- Frh. á bls. 78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.