Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 39

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 39
Snjóýta seitd til AkHreyrar ea stendnr el»u- itiii saman aðgerðalans á hjdanrbakka vegna reiptogs tveggja ríkisstofnanna Sögur um Sport og Sportsmenn Vér höfum að undanförnu látið of mjög undir höfuð leggj- ast að geta sportsmanna vorra að góðu, sem vera ber. Það er engin prentvilla, þó að vér skrifum „sport“ en ekki „íþrótt- ir“. Oss finnst „sport“ miklu betra, samanber Sportsblaðið og að gera þetta allt upp á sport, sem er klassisk setning í málinu. Sportsmenn vorir reyna sig bæði í frjálsum íþrótt- um (orðið minnir dálítið á frjálsar ástir, og getur þetta nátt- úrlega verið skylt) og eins í knattspyrnu. Því hefur áður ver- ið lýst í blaðinu, hvernig knattspyrna fer fram, og gerist ekki þörf á að endurtaka það hér. Nú fer sport að sjálfsögðu mest fram að sumrinu, en ef mönnum skyldi finnast óviðfeldið að skrifa um sport að vetrinum, þá má minna á alla .jarðræktina í útvarpinu í búnaðarþættinum og höfum vér því mjög gott fordæmi. Sport gengur sem sagt mest út á sport, það er sportlegt að vera að þessu svona upp á sport, menn geta verið sportlega klæddir o. s. frv. Hér eru fjögur knattspyrnufélög: K.R., sem á ekkert skylt við Kristilegt félag ungra manna. Þá Valur og Víkingur. Bæði þessi nöfn gæti maður hugsað sér að hefðu staðið í Lögbirtingi. Auðvitað má maður ekki taka innihald- ið alvarlega, þótt nöfnin séu falleg. Síðast: Fram. Til skýr- ingar má geta þess, að það er ekki deild úr Framsóknar- flokknum, því að það tapar oftast, hvað Framsókn gerir ekki. Stundum er öllum þessum félögum hrist saman og búið til úr þeim landslið eða úrvalslið til að tapa fyrir útlendingum. íslenzkir knattspyrnumenn tala mikið um að okkur vanti grasvöll — það standi íslenzkri knattspyrnu fyrir þrifum. Vér héldum þó að nóg væri af grasi á íslandi. En hvað um það, þess vegna tapa þeir og það þótt útlendingarnir, sem einungis eru vanir grasi, komi hingað á mölina, sem íslend- ingarnir eru vanastir. í millilandakeppni eru útlendingar oft bornir út af vellinum nær dauða en lífi. Það er víst ákaflega erfitt að þekkja útlending frá fótbolta. Þá klappa og áhorf- endur mest fyrir Islendingum, þó að þeir tapi. Þetta er ný og frumleg aðferð og sýnir mikla samúð með þeim, sem minnimáttar er, og ætti að takast upp víðar. Mikið er komið undir dómaranum og er yfirleitt ekki hægt að sparka knetti svo löglegt sé, nema dómari horfi á. Dóm- arinn verður alltaf að fylgjast með knettinum og verður því að hlaupa jafnmikið og hinir samanlagt. Langbezt er fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.