Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 22
5B SPEGILLINN sterkum, eins og Bjarni vildi, að bílstjórar hefðu eða hefðu ekki löglegt eða ólöglegt áfengi meðferðis með eða án bíls. Þetta án bíls gleymdist þó raunar, því að alltaf verða að vera til eyður fyrir nýjar lagagreinar næsta ár, ef þingmenn eiga ekki að fara í atvinnubótavinnu. Þess vegna veit nú enginn, hvernig á að sanna eignarrétt víns á bílstjóra, sem er í verk- falli. — Eftir að lögin gengu í gildi, spurðum vér einn bílstjóra, hvernig lögreglan færi að því að sanna að hann hefði aðeins löglegt áfengi meðferðis. — 0, það er ofur auðvelt, sagði hann. — Löggan hér er svo kurteis. Hún vill helzt ekki koma nærri neinu, sem ólög- legt er, þó að hún glæptist á séra Pétri í Vallanesi. — Og nú er hann kominn í klærnar á bróður Sigurði, en það er nú önnur saga eins og Júdas frá Karíot sagði, varð mér að orði. — Ég skal segja þér sögu af því, karl minn, sagði bílstjór- inn og keyrði mig austur í bæ til að fara með mig vestur á Seltjarnarnes og plokka þannig af .mér tvöfalt fargjald. — Einu sinni hafði ég tvö gler með seint um kvöld, og held- urðu þá ekki, að lögreglan þurfi endilega að fara að hnýsast í bílinn minn og finna tvær bokkur. Ég sagðist auðvitað hafa átt að fara með þær til eins viðskiptavinar um daginn, en steingleymt því. Löggan sezt þá inn í bílinn og ég set heila- skarnið á mér í þriðja gír og man eftir gömlum kunningja, sem oft þurfti á vökva að halda eftir kvöldmat. Ég keyri þangað og vek hann upp og segist vera með tvær flöskur. — Nú, hvað kosta þær? segir helvítis kvartvitinn. Löggan stendur hjá mér og grípur fram í: „Sko, þetta er sannað með líkum“. Þá vissi sá gamli, hvað klukkan sló og ég sagði, að ég tæki ekkert fyrir bílferðina af því að ég kæmi svona seint. Meðan hinn sótti peningana sagði löggan að ég kæmi með sér niður á lögreglustöð. En ég bað hana blessaða að bíða. En það var myrkur, sérðu, og- þegar sá gamli kemur með aurana, er ég ekki lengi að telja frá aukaþóknunina á meðan hinn er að taka við flöskunum, og svo sýni ég löggunni 170 krónur fyrir tvær flöskur og það var ekki sannað meira með líkum það kvöldið. — En hefurðu aldrei komizt í hann krappari en þetta? spurði ég. — Ó, jú, lagsmaður. Einu sinni voru glerin fimm og klukk- an að verða eitt að nóttu, þegar löggan finnur þau í bílnum, og ég segist auðvitað vera að fara til viðskiptamanns og vera heldur seint fyrir. Hann sezt upp í og ég keyri um bæinn sem vitlaus væri að leita uppi viðskiptavin, en hvergi vill neinn kaupa. Auðvitað talaði ég svo lágt, að löggan heyrði ekki orðaskil. Loks rekst ég á einn vel hálfan úti á götu, sem bið- ur um flösku, og ég segi eins og ég væri að tala við þig: Þarna er hún, 100 krónur, takk. Mikið var að ég loksins fann þig. Auðvitað tekur róninn við flöskunni. Þá ætlar löggan að þrífa hana af mér og segja: „Sannað með sterkum líkum — mjög sterkum". — Hvaðan ert þú, kunningi ? sagði þá róninn. — Kallarðu þessa pelamjólk sterka? Þá hefðirðu átt að smakka kogesinn hérna á árunum. — En þetta er svartur markaður, segir þá löggan. — Þið komið báðir niður á stöð. — Það verður ekki af því, segi ég. — Flaskan kostar 85 krónur eins og í Áfengisverzluninni, pöntuð í dag, og svo Sonnetta Vort líf er sem bóla, blásin úr legi gráum á brotnum diski á lieimsins Kirkjubóli, en sál vor snýst svo liratt með Tímans hjóli, að bimni Moggans ultrafjólubláum. Og liversu heitt vér sveitasælu þráum, sitjandi í funkisstofu á kjaftastóli, á götunnar liafi oftast einn á róli, orðhvatar meyjar blikkum en ei fáum. Sé ég í anda ganga um græna jörð glensmiklar kýr og hjarðir prúðra sauða tínandi í belg sinn grösin græn og fín, meðan að akfeit heildsalanna hjörð hótelvön þambar gin og svartadauða. Senn er hún brostin sápukúlan mín. Hallgrímur. 15 krónur fyrir keyrsluna. Og þessi sat. En þá átti ég eftir fjórar og ók beint niður í Sjálfstæðishús. Löggan með til að sanna með sterkum líkum. Þá eru allir að koma út — svona dálítið rykugir í kollinum og vilja fá bíl. Ég opna hurðina og tvö pör ætla með. En þar er þá löggan fyrir. — Hvað, getum við ekki fengið bílinn? segja þau. — Jú, gerið svo vel, segi ég hinn kurteisasti. — Þessi lög- regluþjónn er kunningi minn og ég tók hann með mér hingað í leiðinni. — En flöskurnar? segir hann. — Þær afhendi ég bara á morgun, segi ég. — Nú verð ég að fara að keyra. Nú, ekki gat löggan bannað mér það og varð að þoka sér úr bílnum. — Það eru 30 krónur fyrir túr- inn, kalla ég til löggunnar með myndugleik. Hann borgaði loks með hangandi hendi. Og auðvitað seldi ég allar flösk- urnar í túrnum. — Jæja, karlinn, sagði ég, — þú hefur verið svei mér heppinn. Ekki hefðu allir lögregluþjónar gert þetta. — Nei, biddu fyrir þér, þetta er eins og í póker — stund- um heppnast það, stundum ekki. Einu sinni var ég tekinn á björtum degi af stóreflis rummung — hafði tíu flöskur með- ferðis, varð að koma með honum niður á stöð. Þeir sögðu þar, að enginn væri svo vitlaus að panta tíu flöskur í einu. Ég varð að afhenda flöskurnar, borga 300 krónur í sekt og svo spurði þrællinn, hvort ekki ætti að taka af mér ökukortið. — Jú, sagði varðstjórinn. Þá spurði hinn aftur, hvort ekki ætti að taka af mér kosn- ingarrétt og kjörgengi. — Jú, sagði varðstjórinn. Þá spurði ég si svona, hvort ég ætti líka að missa réttinn til að bjóða mig fram sem forseta lýðveldisins, — sko, ég kann að orða það, þegar ég er kominn í hasarinn. Þeir glápa hvor á annan og vita ekki, hvað forseti lýðveldisins er og segja mér að snáfa í burtu. — Ég fer svo beint í forstjór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.