Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 29
SPEGILLINN
65
stæða göngulag
löggunnar, álappa-
legur fótaburður
og hendurnar á
bakinu; þetta eru
þeirra einkenni, —
að öðru leyti eru
þeir eins og aðrir
menn.
Nú komu þeir
kumpánar að hús-
inu, þar sem Ný-
bygginganefndin
hafði aðsetur. —
Þeir gengu inn,
upp breiðan stiga
og inn langan
gang og komu að
stórri hurðj þar
sem á var skrifað
með risavöxnum
stöfum: Nýbygg-
inganefnd. Við-
talstími kl. 10-12
og 13-15 daglega,
nema laugardaga
aðeins kl. 10—11.
„Hér förum við inn“, sagði fylgdarmaðurinn.
Svo opnaði hann dyrnar og þeir komu inn í allstórt her-
bergi. Þar sat gamall maður við borð og var að skrifa.
„Þetta er afinn, talaðu við hann“, hvíslaði fylgdarmað-
urinn.
Nonni litli gekk upp að afgreiðsluborðinu og sagði: „Góð-
an daginn, herra minn.
Ég þarf að fá leyfi til
að byggja“.
Sá aldraði leit ekki
upp frá skriftunum,
sem ekki var heldur
von, því að hann var að
skrifa ævisögu sína og
var einmitt kominn aft-
ur í mitt annað bindið,
en þar er sagt frá því,
þegar hann seldi jörðina sína og fluttist á mölina.
„Ég þarf að fá leyfi til að byggja“, sagði Nonni litli aftur,
1 dálítið hærra.
„Dyr númer tvö, gerið svo vel“, muldraði gamli maðurinn
ofan í ævisöguna.
Nonni litli snéri sér að fylgdarmanninum: „Þetta er víst
ekki rétti maðurinn. Hann segir bara dyr númer tvö, gerið
svo vel“.
„Já, einmitt", sagði fylgdarmaðurinn, „þetta er hans at-
vinna að segja dyr númer tvö, gerið svo vel“.
„Fær hann eitthvað fyrir að sitja þarna?“ spurði Nonni
litli hissa.
„Hann fær skitnar tvö þúsund krónur á mánuði, karlgrey-
ið. En nú skulum við fara inn um dyr númer tvö“, sagði fylgd-
armaðurinn.
Svo gengu þeir inn um dyr númer tvö og komu þá inn í
annað herbergi, miklu stærra en hið fyrra. Þar sat f jöldi fólks
við mörg borð, bæði karlar og konur, og áttu allir mjög ann-
ríkt. Vinnan var í því fólgin, að maðurinn við innsta borðið
skrifaði eitthvað á blað og rétti þeim næsta svo blaðið. Hann
strikaði út það, sem skrifað var á blaðið, og rétti svo næsta
manni. Hann skrifaði aftur eitthvað á blaðið og rétti þeim
næsta, sem óðar strikaði það út og lét blaðið síðan halda
áfram. Þannig gekk það koll af kolli, þangað til blaðið kom
aftur til mannsins við innsta borðið. Hann stakk því þá nið-
ur í skúffu og sendi strax annað blað af stað.
„Þetta er frændfólkið og tengdafólkið“, sagði fylgdarmað-
urinn.
„Anzi er það margt“, sagði Nonni litli og fór að telja fólk-
ið í huganum.
„Berðu upp erindið við þennan sköllótta þarna; hann er
skrifstofustjóri í þessu herbergi“, sagði fylgdarmaðurinn.
„Þrettán, fjórtán, fimmtán, fimmtán eru það. Já, nú ber
ég upp erindið“, sagði Nonni litli. Svo gekk hann inn að af-
greiðsluborðinu og sagði: „Góðan daginn, herrar mínir og
frúr. Ég þarf að fá leyfi til að byggja“.
En ekki hafði hann fyrr sleppt orðinu en uppi varð fótur
og fit meðal skrifstofufólksins. Kvenfólkið leit hváð á annað
og kímdi góðlátlega, eins og þetta hefði verið skemmtileg
fyndni. Karlmennirnir fóru að róta í alls konar blaðadóti,
eins og óðir væru, en enginn sagði neitt.
„Ég var að spyrja um leyfi til að byggja“, sagði Nonni
litli aftur.
Þá leit sá sköllótti upp og sagði: „Humm, yður vantar
leyfi, segið þér, humm,
það er ekki hérna, sem
þau eru afgreidd, —
það er í næsta her-
bergi, dyr númer þrjú,
gerið svo vel“.
Nonni litli snéri sér
þá að fylgdarmannin-
um, og þeir þrömmuðu
eftir löngum gangi,
unz þeir komu að dyr-
unum númer þrjú.
„Hér eru barna-
börnin“, hvíslaði nú
fylgdarmaðurinn um
leið og þeir gengu inn.
Nonni litli gekk rak-
leitt að afgreiðsluborð-
inu og ræskti sig svo
tvisvar, en fólkið leit ekki upp. Það stóð einmitt yfir keppni
um það, hver yrði fyrstur að ráða tíu mínútna krossgátuna
í Trompásnum, og allir voru önnum kafnir að leita að orðum
í krossgátuna.
„Góðan daginn! Er það ekki hérna, sem maður fær leyfi
til að byggja?“ spurði Nonni litli, þegar hann var búinn að
gera tvær mislukkaðar tilraunir til að telja fólkið; hann var
aldrei viss um, hvort það var átján eða nítján. Fólkið mátti
ekki vera að því að líta upp; allir voru að leita að einhverju
orði, sem þýddi sama og hundur, til þess að nota það í kross-
gátuna.
„Fær það kaup fyrir þetta?“ spurði Nonni litli og snéri
sér að fylgdarmanninum.