Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 26
62 SPEGILLINN Þá er nú öldin okkar hálfnuð og nýlega orðin fimmtug, eins og Eisenhower í Samvinnunni. (Reyndar segir sama Samvinna generalinn fæddan 1890.) Eftir því, sem oss er tjáð, byrjaði öldin okkar 1. janúar 1901, þó reyndar vér mun- um ekki eftir aldamótunum öðruvísi en vér sáum eitthvað um þau í gömlu Þjóðvinafélagsalmanaki, sem vér lásum í æsku, og þá bezt eftir mynd af hundgömlum kalli, með sítt skegg og stundaglas fyrir framan sig, og pínulitlum hnokka (minni en Hjörvar), með stjörnu í hendinni. Þetta var kall- að Aldamót og átti víst að tákna það, að nú væri gamla öldin að velta út af. (Hér mætti leika viðeigandi melódíu, enda þótt nýja öldin hímdi ekki úti í kirkjugarðshorni.) Annað mun- um vér nú lítið eftir fyrstu ár- um aldarinnar okkar. Þó minn- umst vér þess líka, að talað var um Valtýsku, sem mörgum þótti ill tízka. Svo var Ííka talað um kónginn, sem var mektarkall út í Kaupinhöfn og hét Kristján. Allra huggulegasti kall með bartaskegg. Líka var stundum talað um kalla í útlandinu, svo sem Warburg (sem var víst eins konar Hambro), og þjóðir, eins og t. d. danskinn, sem flestir hlutir, illir og góðir, þó mest illir, komu frá, Búa, sem voru góðir kallar, Englendinga, sem þá voru miklu verri en nú (enda ekki komin reynsla á lán hjá Hambro). Svo var þá Rússinn, sem var nærri eins bölvaður og nú, og einhvers- staðar úti í heimi grasseraði Hundtyrkinn, sem var allra þjóða bölvaðastur og litlu betri en Hitler sálugi og aðrir Þjóð- verjar í síðasta stríði. Svo voru líka í útlandinu kóngar og keisarar, sem oft voru myndir af í Almanakinu. Myndarkall- ar með „miklum orðum og múnderingum“. (Geta af þessu allir séð, hvað almanökin voru betri fyrst á öldinni okkar en nú gerist, þar sem nú sést ekki í þeim svo mikið sem polyfoto af Frigga danakóngi, hvað þá öðrum merkilegri. Enda var ekki til Menningarsjóður fyrst á öldinni okkar.) Fyrst á öld- inni okkar voru til fjórar höf- uðáttir, en nú eru ekki til nema tvær: austur og westur. Svona er nú minnið vort á það, sem gerðist fyrst á öldinni okkar, og hyggjum vér því, að það hafi fátt verið merkilegt, enda þótt vér minnumst nokkurra manna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.