Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 37

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 37
SPEGILLINN 73 LISTAMANNASTYRKIR Eftir Dúk & Disk Þá höfum vér nú þegar fengið á oss stærsta viðburð árs- ins: úthlutun listamannastyrkja. Enginn annar viðburður kemur mönnum jafnmikið úr jafnvægi, jafnvel ekki strætis- vagnaverkfallið (sem náttúrlega er ekki hægt að líkja við meira en organiserað innbrot). Menn æsast og þembast eftir þetta og verða allir eitthvað svo viðþolslStisir innan um sig. Og öll þjóðin er þátttakandi í þessum innri líkamsjarðhrær- ingum, nema kannske einhver sofandi selur í útsveitum, sem þekkir ekki ferskeytlu frá hrossi. Líklegast er skýringuna á þessu fyrirbæri að finna í því, að allflestir íslendingar (sem eru skáld í laumi, sem kunnugt er) vona hálfgert í hjarta sínu, a5.þessi óguðlega nefnd (ætli hún sé lifandi enn?) muni hygla þeim einhverju fyrir hestavísu eða kannske klámvísu, þó að þeir hinir sömu hafi ekki haft uppbyrð í sér að sækja um styrkinn — grundvöllurinn er jú dálítið hæpinn. Vér fengum heldur engan listamannastyrk og höfum vér þó skrif- að manna mest um listir á árinu. Svona er óréttlætið. Þunnust skelin yfir eldsumbrotunum mun hafa verið hjá Helga Sæmundssyni, því að hann gaus allstóru gosi út af þessu í Alþýðublaðinu. Líklega hefur Helgi einhverntíma gert vísu, en er bara haldið niðri af stórskáldinu við hliðina á sér — VSV. Jæja, Helgi fékk nú engan styrk, en hann var annars ekki að skammast beint út af því. Vér getum því mið- ur ekki verið sammála Helga. Hann segir t. d., að menn eigi ekki að vera verðlaunaðir fyrir að þegja allt árið. En þar skjátlast honum hrapallega. Nefndin er það miklu skarpari en hann, að hún hyglar þeim einhverju, sem hafa verið svo skynsamir að þegja. Aftur á móti er hún ekkert að veita þeim Kristjáni frá Djúpalæk og Vilhjálmi frá Skáholti, af því að þeir voru þeir asnar að fara af stað með bækur. Vér erum Helga innilega sammála um, að bæði þessi skáld séu vaxandi skáld og batnandi og standi ofar þeim Kára Tryggvasyni og Helga Valtýssyni og jafnvel Filippíu (sem hafði vit á að þegja) og séu sem sagt með hlutgengari skáldum okkar, ef frá eru taldir Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason og Loð- inn og Tjörvi. (Skýring: Ofurlítil breytt tilvitnun úr Njálu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.